mánudagur, desember 03, 2007

London

Síðustu helgi fórum við Nonni til London til þess að hitta gamla vinnufélaga hans Nonna, þá Gumma og Bigga og konurnar þeirra. Við gistum á hóteli í Bayswater nálægt Notting Hill, þegar við mætum á hótelið er okkur tilkynnt að herbergið okkur hafi verið upgradað og fengum við því svítu sem var flottasta herbergið á hótelinu! Herbergið var á tveimur hæðum með stofu og tveimur sjónvörpum.Á föstudagskvöldinu fórum við á We will rock you, queen show-ið, það var rosalega skemmtilegt. Við vorum öll svo hátt uppi þegar því var lokið að það var ekki sjens að við færum að sofa og fórum því að Sohóast. Við fundum okkur nokkra klassíska breska pödda og enduðum svo á Cheers, ávallt klassískur.Á laugardaginn fórum við svo a Portobello Road á markaðinn. Þar var hægt að fá allt frá notuðum gasgrímum til Louis Vuitton töskum. Það var ótrúlegt að sjá hvað það var rosalegur fjöldi á markaðnum þennan laugardag. London er svo sannalega komin í jólafötin og var nokkuð greinilegt að ég þyrfti að gera eina ferð þangað aftur fyrir jól. Í öðrum fréttum er þetta helst, við erum komin með Sky tv og getum því eytt öllum okkar stundum fyrir framan sjónvarpið ef okkur dytti það í hug. En þetta þýðir að fyrir lok þessarar viku ættum við að vera komin með net heima og getum því leyft nágrannanum að eiga netið sitt í friði!

mánudagur, nóvember 26, 2007

þriðjudagur, október 09, 2007

For those who like to know...yes I’m still alive

Já við erum komin til Portsmouth og erum byrjuð að koma okkur fyrir, reyndar er ekki nema hluti af húsgögnunum sem við pöntuðum komin. En vonandi kemur restin í þessari viku, ég er að verða frekar þreytt á því að borða af pappakassa í stað borðs. Okkur líður rosalega vel hérna og erum alveg að fíla þetta í botn. Portsmouth er lítill og skemmtilegur bær með flest öllu sem maður þarf. Ég er meira að segja búin að fara í eina góða innkaupaferð! Skólinn byrjaði í gær af einhverju viti, erum bara búin að vera í kynningartímum fram að því. Ég var alveg komin með nóg af þessu endalausu kynningum og vildi bara fá að skella mér í djúpu laugina og fara að gera eitthvað. Bekkurinn minn er mjög fjölbreyttur og sérstaklega fjölþjóðlegur, við erum með 1 breta, 2 norðmenn, 3 kínverja, 1 indónesabúa, 1 saudi araba, 1 grikkja, 1 frá rúmeníu, 1 frá amman, 1 frakka, 1 tælending, 2 nígeríubúa.Þannig að þegar það kemur að þvi að ræða menningarmun þá höfum við um nóg að tala. En þetta virðist ætla að verða mjög þéttur og samheldinn bekkur. Um leið og ég er komin með internet heim þá mun ég setja inn myndir af íbúðinni svona fyrir þá sem ætla ekki að gera sér ferð til Englands til þess að heimsækja okkur.

mánudagur, september 10, 2007

3 Victoria Road South

Við erum komin með íbúð í Portsmouth, allir gestir eru velkomnir þar sem við erum með auka herbergi.
Hérna til hliðar má sjá mynd sem ég tók úr leigubíl á fleygiferð framhjá. Önnur hæð í svarta húsinu, við eigum semsagt báða gluggana og svalirnar.
Íbúðin var í útleigu af tveimur beskum strák rokkurum með frekar lítið hreinlæti. En það má vel þrífa!
Við flytjum inn 24. sept og eru allir gestir velkomnir eftir þann tíma.

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Apartment hunting!

I think I need to get myself some "apartment pants" Ég er á útopnu að reyna að finna stað til að búa á í Portsmouth. Ég get verið fáranlega picky og get ekki hugsað mér að búa hvar sem er. Ég var að skoða íbúðir sem eru leigðar með húsgögnum en var ekki sérstaklega hrifin. Gamlir brúnir ógeðslegir sófar eru ekki að heilla mig, sömu sögu má segja um gólfteppi. Af hverju eru gólfteppi svona algeng í Bretlandi, hvernig datt þeim þetta í hug. Ég er búin að finna nokkrar íbúðir sem ég gæti alveg hugsað mér að búa í og tvær þeirra eru svo flottar að mig langar að eiga þær. Ég sendi inn fyrirspurn um þær tvær og verður gaman að heyra hvað þeir segja.

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Friend

Góður vinur er sá sem leysir þig úr fangelsi þegar þú ert búinn að gera einhverja vitleysu af þér... Sannur vinur er sá sem er í klefanum við hliðina á þér og segir "djöfull var gaman í gær"

fimmtudagur, maí 24, 2007

þriðjudagur, maí 08, 2007

Himnarnir gráta yfir vonsku mannanna

Mig langar að fara að skjæla þegar ég les svona sorglegar fréttir. Hvað er maður svo alltaf að væla, hérna á Íslandi

mánudagur, maí 07, 2007

Favorite Worst Nightmare

Ég verð að mæla með þessari plötu! Þeir eru alveg frábærir, það er ekki að ástæðulausu að hvert einasta lag á þessum disk er komið á topp 200 í Bretlandi.

Djamm mánuðurinn ógurlegi

Þessi mánuður er alveg rosalegur... Allt frá dægurlagahátíð á Sauðakrók til kosning, Eurovision og afmæli. Þetta er hressandi mánuður og sumarið er alveg að koma. Það verður nett Eurovision partý í Huldugilinu en ég veit ekkert hvað ég á að gera í tilefni af afmælinu mínu! Einhverjar hugmyndir?

mánudagur, apríl 16, 2007

Everybody wants a piece of me!

Já í var að fá póst á Bristol þeir vilja líka fá mig til sín. Bristol eða Portsmouth, það er spurning!

laugardagur, apríl 14, 2007

föstudagur, apríl 06, 2007

Huldugil 74....selt!

Jæja frá og með 1. ágúst er fjölskyldan í Huldugilinu orðin heimilislaus. Jamm húsið var selt í gær, allir mjög sáttir. Það er samt frekar skrítið að vera að flytja eitthvert annað því 4 apríl vorum við búin að búa hérna í 13 ár! Núna erum við mamma á fullu að skoða ný hús á netinu. Allt mjög spennandi!

mánudagur, apríl 02, 2007

Helgar-stelpu-ferð

Ég og mamma þurftum að fara til Reykjavíkur um helgina til þess að fara í fermingarveislu og ég var það sniðug að grípa hana Karen með í ferð! Það var rosalega gaman, við gátum verslað góðan slatta. Um kvöldið fórum við út að borða á Einar Ben, það var alveg frábært. Ég mæli eindregið með staðnum, frábær þjónusta, geggjaður matur og frábært andrúmsloft. Síðan ákváðum við Karen að kíkja aðeins á Sólon og skella okkur á dansgólfið. Það er almennt ekki frásögu færandi en tónlistin var alveg ótrúlega ömuleg, þvílíkt samansafn af viðbjóð. Þegar maður sér karlmenn dansa og syngja hástöfum með Spice Girls veit maður ekki hvað maður á að halda. Það hlýtur að vera hægt að standa sig betur í því að velja tónlist!

miðvikudagur, mars 28, 2007

Háskóla fréttir

Í háskóla fréttum er þetta helst....Nonni er búinn að fá svar frá Portsmouth, hann komst inn! Ég er enn að bíða eftir svari frá þeim, greinilegt að jarðfræðideildin er fljótari að svara en mín. En þetta eru samt stórar fréttir, þótt ég komist ekki inn þá ætla ég samt út með Nonna svo þetta þýðir þá líklega að við séum að flytja til Bretlands!!! Núna verð ég líklega að draga andann djúpt og bíða eftir svari. Það eina sem ég hef heyrt er að umsóknin sé komin á réttan stað og þeir ætli að reyna að svara mér sem allra fyrst. Vonandi verður næsti háskóla fréttatími fljótt og þá hef ég fleiri svör!

þriðjudagur, mars 20, 2007

Árshátíðin 2007

Árshátíð Kaupþings var alveg frábær. Það gekk allt upp, meira að segja guð blessaði samkomuna með því að láta Gísla Martein veikjast! Ég sótti kjólin í hádeginum fyrir árshátíðina og hann var alveg geggjaður, fékk flotta förðun og greiðslu. Fyrir partýið var skemmtilega kósý og árshátíðin sjálf alveg 100%. Allir strákarnir héldu varla vatni því það var Aston Martin bíll sem var hægt að pósa við og láta taka af sér myndir. Þar mátti sjá hinar ýmsu James Bond pósur hehe. Skemmtiatriðin voru mjög góð en mér persónulega fannst Stebbi og Eyvi bestir þegar þeir tóku Nínu. Bara allt í allt meiriháttar samkoma.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Árshátíðir

It's the season! Síðustu helgi var árshátíð Pennans, hún var mjög spes. Frekar local húmor og fólk alveg rosalega mis fínt. Skemmtiatriðin voru rosalega upp og ofan, Herbert kom og tók tvö lög Can't walk away og Hollywood. Hann er rosalega spes og eiginlega bara ekkert fyndinn. Maturinn var þokkalegur en allt er þetta bara upphitun fyrir næstu helgi. Þá er the grand event, árshátíð Kaupþings sem er víst komin í blöðin. Það á að vera Eurovision þema, og sögusagnirnar eru farnar að fljýga hverjir eiga að mæta. Það eina sem er staðfest eru veislustjórarnir Gísli Marteinn og Logi Bergmann Eurovision kynnar. Páll Óskar ætlar að halda uppi stemmingu yfir matnum. Allt þetta á að gerast í Laugardagshöllinni svo verður gist á Hótel Sögu. Ahh ég er bara að verða nokkuð spennt yfir þessu öllu saman. Jájá svona eyðum við öllum gróðanum af vöxtunum ykkar. If you don't like it hættið þá með yfirdráttinn ykkar og grjót haldið kjafti!

mánudagur, mars 05, 2007

Besta mynd ársins

Ég horfði á The Departed um helgina og vá ég skil rosalega vel hvers vegna hún fékk óskarinn. Þetta er mynd sem ég mæli með, hún er 2 og hálfur tími og maður tekur ekki einu sinni eftir því. Leonardo er að verða einn af topp leikurunum í Hollywood núna, hann leikur þetta alveg rosalega vel. Svo eru fleiri stórleikarar í myndinni eins og Matt Damon, Jack Nicholson og Mark Wahlberg sem leikur æðislega reiða löggu. Rosalega spennandi mynd með alveg yndislega góðu plotti. Hún fær alveg margar margar stjörnur frá mér.

föstudagur, mars 02, 2007

Háskólaumsóknir

Úfff þetta er eitthvað sem ég hélt að væri ekkert mál en er farið að reynast mér frekar erfitt. Ég held að þeir sem komast í gegnum allar leiðbeiningarnar til þess að fylla út umsóknir hafi þar með sannað sig og eigi sjálfkrafa að fá inngöngu í skólann. Það þarf að grafa upp háskóla pappírana og það sem reyndist erfiðara var að finna menntaskóla dótið sem þá reyndist bara vera á íslensku. Þá þarf maður að hafa samband við skólann og láta þá þýða þetta fyrir mann. Svo er næsta mál að redda sér meðmælum, tvennum, einum frá kennara og einu frá vinnuveitenda. Allt þarf þetta að vera vottað, stimplað og skráð! En þetta er bara brandari því þá kemur að "personal statement" Hvers vegna ætti ég að læra þetta og hvernig ætla ég að nýta þetta nám í framtíðinni, common hleypið mér bara inn og ég skal segja ykkur það seinna. Svo þegar það er loksins komið að því að skrifa niður hvað það er sem maður vill læra, þá á maður erfitt með að muna það. Ég held að ég eigi eftir að gubba yfir þessu öllu saman!!!

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Heimsfrægur á Íslandi

Til hamingju elsku Hjalti minn, þú ert á barmi heimsfrægðar. Þeir sem vita ekkert um hvað málið snýst geta lesið þessa ágæti grein. Ég er reyndar enn svekt yfir því að þú hafðir ekki epli í lógóinu, mér fannst það bara meika mest sens, en í staðinn ertu með lime að utan og appelsínu að innan. Þetta er greinilega einhver ávöxtur sem hefur ekki náð að festast hérna fyrir norðan. Vaxa kannski villtir á trjánum við Bergþórugötuna?? En allavegna þá er ég stolt af þér!

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Krulla

Já þetta er nýjasta sportið, Krulla. Kaupþing setti saman lið til þess að taka þátt í nýliðamóti og köllum við okkur Kapaflingfling! Við prufuðum öll þetta í fyrsta skiptið fyrir tveimur vikum og erum núna næstum orðin pro. Við erum ósigrðuð í mótinu. Reynar varð að dæma okkur sigurinn í fyrsta leiknum þar sem Glitnir mætti ekki til leiks (líklega af ótta). Í gær voru tveir leikir hjá okkur, fyrst unnum við Landsbankann og svo Karólínus. Núna erum við efst í deildinni, en erfiður leikur er framundan. Keppnin klárast á laugardaginn og þá sjáum við hvar við stöndum.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Þjónust er lykilatriði

Það er alveg ótrúlegt hvað þjónusta getur skipt öllu máli, þetta veit maður eftir að vera búin að vinna í svoleiðis vinnu í mörg ár. Maður verður svo rosalega glaður þegar maður fær góða þjónust en jafn ömulega svektur þegar maður fær hana ekki.
Dæmi um góða þjónustu; við hérna í vinnunni sendum Birtu póst og spurðum hvort hún gæti saumað á okkur kjól. Fengum svar strax aftur þar sem hún sagði að það væri bara alveg sjálfsagt og við mættum endilega hringja í hana. Ég varð alveg rosalega ánægð að heyra þetta og er alveg staðráðin í því að versla við hana.
Dæmi um lélega þjónustu, ég hringdi í Abaco áðan til þess að panta mér tíma í Andlitsbað, andlitshreinsun og plokkun og litum. Þetta er pakku upp á 12.000kr en það er ekkert mál því ég á gjafabréf hjá þeim. Þessi meðferð tekur þónokkurn tíma og þessvegna ætlaði ég að fá tíma á laugardegi, enda ekkert sérstaklega gaman að fara í svona dekur og vera svo stressaður við að komast aftur í vinnuna. Ég fékk það svar að þetta væri ekki hægt að gera á laugardegi!! Það er víst svo léleg nýting hjá snyrtifræðingunum þá. Þetta þýðir semsagt fyrir mig að ég get ekki gert það sem mig langaði að gera og ég verð bara virkilega grautfúl. Mig dauðlangaði að fara í þetta fyrir árshátíðina.
Hvað á maður að gera??? Á ég ekki bara að hætta að versla við þetta fyrirtæki og færa mín snyrti-viðskipti annað. Þarna fer ég reglulega í ljós, plokkun og litun, fótsnyrtingu og kaupi oft gjafabréf þarna, ég er viss um að eitthvað annað fyrirtæki vill þessi viðskipti mín. En ég er svo sem ekki alveg búin að gefast upp, ég ætla að halda áfram að reyna að koma mér þarna inn í þetta svo ég geti klárað gjafabréfið mitt. En eitt er víst að ég bið ekki um gjafabréf frá þeim oftar!

miðvikudagur, janúar 31, 2007

Þetta var einhver sá sárasti ósigur sem ég hef upplifað. Ég var komin með dúndrandi hausverk og orðið verulega óglatt, en samt hélt maður áfram og tapa svo í framlengdum leik! Ef við hefðum unnið þennan leik gegn "frændum" okkar dönum hefðum við náð lengra á HM en við höfum nokkurtíman gert. En núna er sá draumur úr sögunni. Ég hélt að hetjan hann Alfreð myndi ná þessu, en það vantaði bara herslu muninn. En þeir mega eiga það að þeir stóðu sig vel strákarnir og börðust alveg fram á síðustu sekúndu. En stundum er það ekki alveg nóg!

fimmtudagur, janúar 25, 2007

A blast from the past

OMG Þetta er rosalegt, var að fletta einhverri síðu þegar ég rakst á þessa mynd. Þetta er mynd af aðalsöguhetjunni í teiknimyndaþáttunum Jem sem fjallaði um stelpna rokksveit sem var að meika það. Þetta var ein af mínum uppáhaldsteiknimyndum og betra en það ég átti tvær dúkkur úr þáttunum þar á meðan þessa sem sést á myndinni. Hún var með fagurbleikt hár í þessum líka flotta bleika kjól með geðveikt belti. Svo átti ég einnig gítarleikarann í hljómsveitinni sem var svört kona með fjólublátt hár í geggjuðum spandex kjól. Þessar dúkkur voru aðeins stærri heldur en Barbie og ekki alveg jafn meðfærilegar en þeim fyldi standur sem var hægt að festa á fæturnar á þeim svo þær stóðu. Ekki var hægt að láta þær performa sitjandi!!! Það besta við þessar dúkkur var að þeim fylgdi kasetta með öllum helstu slögurunum þeirra hehehe. Hvar í ósköpunum ætli ég hafi fengið þessar dúkkur, ég þarf greinileg að ræða þetta við mömmu og kannski fara að grafa í kassana mína og gá hvort ég geti ekki fundið hljómsveitina.

sunnudagur, janúar 21, 2007

Al íslenskar grenjuskjóður

Íslendingur gefur 1. miljarð til góðgerðamála, við erum að tala um 1000. miljónir! Maður myndi halda að fátt annað yrði rætt heldur en þessi góða gjöf, en nei al íslenskar grenjuskjóður eru að væla yfir því að sami maður hélt svo afmælisveislu og fékk Elton John til þess að skemmta. Þá byrja vangavelturnar hvað fékk Elton John mikinn pening, einhverjir segja 70 miljónir ætli það sé ekki sama fíflið og sagði að John Cleese hefði fengið 70 miljónir fyrir Kaupþings auglýsinguna. Hvað kom þar í ljós hehe jú auglýsingin í heild kostaði innan við 18 miljónir. Einhver kelling sagði í Silfri Egils "afhverju gaf hann ekki bara 1 miljaðar og 70 miljónir". Alltaf skal allt gott svert! Þegar einhver sem á pening gefur til góðagerðarstarfsemi þá heyrast alltaf sömu raddirnar með sama vælið... isss hann hefur sko efni á þessu, þetta eru bara smáaurar fyrir hann. Það að vera ríkur á Íslandi virðist vera loose loose. Ef ég verð rík ætla ég að flýja land!

mánudagur, janúar 15, 2007

Sól, sandur og sangría

Það er búið að vera rosalega kalt síðustu tvær vikurnar og hvað gerir maður þá....fer á netið og bókar sér ferð eitthvert langt í burtu, þar sem er sól, sandur og sangría. Já einmitt ég er búin að bóka ferð fyrir mig og Nonna til Lanzarote, núna þarf ég bara að sitja við dagatalið og telja niður. 17. júní förum við út, það er ekki hægt að vera meira þjóðernissinnaður en að fara út á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Hérna fyrir ofan má sjá hótelið sem við ætlum að vera á, aahhhh 5 stjörnu svítu hótel. Það besta við þetta er að ég hef komið þarna áður þannig að ég veit að ég verð ekki fyrir vonbrigðum. Það verður rosalega gaman að fara með hann Nonna minn sem er "beach virgin" til sólarlanda og upplifa þennan yndislega stað með honum.

föstudagur, janúar 12, 2007

Ný uppgötvun!

Ég varð fyrir þeirri skemmtilegur reynslu í gær að uppgötva alveg nýjan hlut. Sá hlutur var enginn annar en útvarpsstöðin Rás 2!!! Já ég veit hún er svo sem ekki beint ný á nálinni en fyrir mér er hún alveg glæný. Svo skemmtilega vildi til að strákarnir á kaffi torgi voru með kveikt á þessari nýju rás allann gærdaginn og ómaði hún því hingað til mín í vinnuna. Þarna var spiluð bara næstum öll mín uppáhaldatónlist, bara mörg góð lög...Í RÖÐ! Þarna mátti heyra Peter, Björn og John með Young Folks, Ski Jumper með Hafdísi Huld, Jack Johnson með hvern slagarann á fætur öðrum. Þetta var alveg frábært ég bara vissi ekki að það væri svona góð tónlist til í útvarpinu. Var þetta eitthvað sem þið vissuð öll en vilduð ekki leyfa mér að vera með í?

fimmtudagur, janúar 11, 2007

A.D. 2006

Ég hef aftur orðið fyrir miklum þrýsting til að fjalla um árið sem var að líða. Er það bara ég eða á þetta við fleiri að muna ekki alveg hvað gerðist á síðasta ári og hvað því þar síðasta. Ég held til dæmis að ég hafi farið til útlanda á síðasta ári en er samt ekki viss. Held að ég hafi í janúar farið til London til þess að fara á Jack Johnson tónleika, ekki miskilja mig þetta var eitthvað sem ég gleymi aldrei, en ég man bara ekki hvort þetta var 2006 eða 2005. Ég man að ég útskrifaðist út háskólanum, varð viðskiptafræðingur og ég man að ég byrjaði í fullri vinnu. Hey jú fór til Köben í desember, já sennilega fór ég þá tvisvar til útlanda á árinu. Það er betra að muna eitthvað svona sem gerist bara árlega eins og ég fór á Airwaves, þetta voru góðir tónleikar sem ég fór á núna í ár. Hugsanlega besta airwaves sem ég hef farið á, maður eyddi ekki öllum stundum í röð. Svo fór ég á mikið djamm með bankanum, það var vorfangaður, haustfagnaður, jólaglögg, jólahlaðborð, þjónustufundur í rvk með eftirminnilegu flugi. Árið endaði svo með yndislegum dögum sem við vinahópurinn eyddum saman, með spilakvöldi og sleepover. Þetta er spurning fyrir mig hvort ég ætti að fjárfesta í dagbók eða bara leyfa þessu að fljóta svona framhjá mér án þess að ég nái að skrá þetta niður.

mánudagur, janúar 01, 2007

Gleðilegt nýtt ár!

Jæja þá er 2007 komið, gamlárs heppnaðist mjög vel hérna hjá okkur. Ég elskaði skaupið, ég fíla svo innilega þennan húmor. Hugleikur og Þorsteinn er greinilega alveg frábær blanda. Einnig sem sannur Kaupþings starfsmaður fannst mér John Cleese auglýsingin alveg frábær og bíð spennt eftir hinum tveimur. Gamlárspartýið var líkt og venjulega hjá Karen og var einstaklega skemmtilegt síðan var haldið niður í bæ. Eitthvað var staðavalið takmarkað og því ákveðið að fara á Kaffi Ak, það var ágætt. Tónlistin var bara mjög þokkaleg og ekkert brjálæðislega mikill troðningur. All and all var þetta bara mjög skemmtilegt kvöld. Þetta verður gott ár!