föstudagur, janúar 12, 2007

Ný uppgötvun!

Ég varð fyrir þeirri skemmtilegur reynslu í gær að uppgötva alveg nýjan hlut. Sá hlutur var enginn annar en útvarpsstöðin Rás 2!!! Já ég veit hún er svo sem ekki beint ný á nálinni en fyrir mér er hún alveg glæný. Svo skemmtilega vildi til að strákarnir á kaffi torgi voru með kveikt á þessari nýju rás allann gærdaginn og ómaði hún því hingað til mín í vinnuna. Þarna var spiluð bara næstum öll mín uppáhaldatónlist, bara mörg góð lög...Í RÖÐ! Þarna mátti heyra Peter, Björn og John með Young Folks, Ski Jumper með Hafdísi Huld, Jack Johnson með hvern slagarann á fætur öðrum. Þetta var alveg frábært ég bara vissi ekki að það væri svona góð tónlist til í útvarpinu. Var þetta eitthvað sem þið vissuð öll en vilduð ekki leyfa mér að vera með í?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, það er búið að vera mikið þagnarsamsæri um þetta til að halda þér utan hlustendahóps Rásar tvö. Það hefði alveg farið með markhópapælinguna hjá þeim að skekkja svona aldursdreifinguna ;)

Karen Dúa sagði...

Ég er margoft búin að segja þér þetta. Þú hélst bara að þetta væri enn ein sérviskan í mér.

Best er yfirleitt eftir hádegi, svona á milli 1 og 4. Nú og eftir miðnætti um helgar, þá er Heiða að spila og hún er með svona þemu... tildæmis afmælisþema og þá spilar hún öll lög sem tengjast birthday þemanu. Nú eða geimþema þá spilar hún allt tengt því, til dæmis var Bowie mikið spilaður þá. Mæli með því.

Jah já þá er ég búin að koma þessu frá.

Nafnlaus sagði...

Eina útvarpið sem er með vandaða dagskrá (fyrir utan rás1). Ég held ég hafi hlustað á rás2 síðan svona 2002.
Allar aðrar rásir eru bara of mikil gelgja, útvarpsmennirnir kunna enga íslensku og segja aldrei neitt hvað þeir eru að spila enda vita þeir örugglega minnst um hljómsveitirnar sjálfir.

Kv,
H

Nafnlaus sagði...

Heyrðu ég er nú bara sammála hinu H-inu:)

kv HDJ

Díana sagði...

Núna er ég orðin alveg rugluð á þessum H, Hulda sagði um jólin að hún skrifaði undir með H, en núna segist hún vera sammála hinum H-inu! HA get ég bara sagt???

Unknown sagði...

ég er hið eina sanna H!!