sunnudagur, janúar 21, 2007

Al íslenskar grenjuskjóður

Íslendingur gefur 1. miljarð til góðgerðamála, við erum að tala um 1000. miljónir! Maður myndi halda að fátt annað yrði rætt heldur en þessi góða gjöf, en nei al íslenskar grenjuskjóður eru að væla yfir því að sami maður hélt svo afmælisveislu og fékk Elton John til þess að skemmta. Þá byrja vangavelturnar hvað fékk Elton John mikinn pening, einhverjir segja 70 miljónir ætli það sé ekki sama fíflið og sagði að John Cleese hefði fengið 70 miljónir fyrir Kaupþings auglýsinguna. Hvað kom þar í ljós hehe jú auglýsingin í heild kostaði innan við 18 miljónir. Einhver kelling sagði í Silfri Egils "afhverju gaf hann ekki bara 1 miljaðar og 70 miljónir". Alltaf skal allt gott svert! Þegar einhver sem á pening gefur til góðagerðarstarfsemi þá heyrast alltaf sömu raddirnar með sama vælið... isss hann hefur sko efni á þessu, þetta eru bara smáaurar fyrir hann. Það að vera ríkur á Íslandi virðist vera loose loose. Ef ég verð rík ætla ég að flýja land!

7 ummæli:

Karen Dúa sagði...

haha, þarna fékkstu upplýsingar um það hvernig þú átt að verða rosalega rík. Þegar þú ert búin að þessu viltu þá senda mér linkinn svo ég geti líka orðið rík.

Karen Dúa sagði...

Fyndið svona spam sem passar við færsluna.

Nafnlaus sagði...

Haha já ég fattadi ekki strax ad thetta vaeri spam. Augljóslega pinu treg thá. En fyndid samt...

En já thad virdist alltaf thurfa ad einblina á thad neikvaeda, eda thá ad tala um hluti sem neikvaeda hjá Islendingum.
Hverju skiptir thad fólk hvad einhver einstaklingur borgadi tónlistamanni fyrir ad syngja i veislunni sinni? Fáránleg agskiptasemi bara...

Hulda

Díana sagði...

Karen mín ég skal senda þér linkinn svona til að dreyfa auðnum.
Nákvæmlega Hulda afhverju má hann ekki ráða hver sem er til að syngja fyrir sig og borga honum hvað sem er, common hann gaf einn miljarð sama daginn, þó hann fái að gera eitthvað smá fyrir sig.
Þetta er eins og ég og fréttablaðið færum að skipta okkur að því í hvað þið væruð að eyða peningunum ykkkar.

Nafnlaus sagði...

æji hvað það yrðu fátæklegar og leiðinlegar fréttir ;)

Nafnlaus sagði...

Það er villa í þessu hjá þér.. ekki "ef ég verð rík" heldur "þegar ég verð rík" ;)

Díana sagði...

Já brói ég veit ekki hvers vegna ég sagði þetta svona, var einmitt að hugsa það þegar ég var að skrifa þetta. Isss "ef"