mánudagur, apríl 16, 2007

Everybody wants a piece of me!

Já í var að fá póst á Bristol þeir vilja líka fá mig til sín. Bristol eða Portsmouth, það er spurning!

laugardagur, apríl 14, 2007

föstudagur, apríl 06, 2007

Huldugil 74....selt!

Jæja frá og með 1. ágúst er fjölskyldan í Huldugilinu orðin heimilislaus. Jamm húsið var selt í gær, allir mjög sáttir. Það er samt frekar skrítið að vera að flytja eitthvert annað því 4 apríl vorum við búin að búa hérna í 13 ár! Núna erum við mamma á fullu að skoða ný hús á netinu. Allt mjög spennandi!

mánudagur, apríl 02, 2007

Helgar-stelpu-ferð

Ég og mamma þurftum að fara til Reykjavíkur um helgina til þess að fara í fermingarveislu og ég var það sniðug að grípa hana Karen með í ferð! Það var rosalega gaman, við gátum verslað góðan slatta. Um kvöldið fórum við út að borða á Einar Ben, það var alveg frábært. Ég mæli eindregið með staðnum, frábær þjónusta, geggjaður matur og frábært andrúmsloft. Síðan ákváðum við Karen að kíkja aðeins á Sólon og skella okkur á dansgólfið. Það er almennt ekki frásögu færandi en tónlistin var alveg ótrúlega ömuleg, þvílíkt samansafn af viðbjóð. Þegar maður sér karlmenn dansa og syngja hástöfum með Spice Girls veit maður ekki hvað maður á að halda. Það hlýtur að vera hægt að standa sig betur í því að velja tónlist!