mánudagur, apríl 02, 2007

Helgar-stelpu-ferð

Ég og mamma þurftum að fara til Reykjavíkur um helgina til þess að fara í fermingarveislu og ég var það sniðug að grípa hana Karen með í ferð! Það var rosalega gaman, við gátum verslað góðan slatta. Um kvöldið fórum við út að borða á Einar Ben, það var alveg frábært. Ég mæli eindregið með staðnum, frábær þjónusta, geggjaður matur og frábært andrúmsloft. Síðan ákváðum við Karen að kíkja aðeins á Sólon og skella okkur á dansgólfið. Það er almennt ekki frásögu færandi en tónlistin var alveg ótrúlega ömuleg, þvílíkt samansafn af viðbjóð. Þegar maður sér karlmenn dansa og syngja hástöfum með Spice Girls veit maður ekki hvað maður á að halda. Það hlýtur að vera hægt að standa sig betur í því að velja tónlist!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að hitta þig á sunnudaginn þó það hafi verið stutt.

Hefði viljað sjá gaurinn á Sólon dansa við Spice girls :)

Unknown sagði...

uss ég mun vera í fýlu þangað til ég fæ formlega afsökunarbeiðni!

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir mig þetta var yndisleg ferð :)