miðvikudagur, mars 28, 2007

Háskóla fréttir

Í háskóla fréttum er þetta helst....Nonni er búinn að fá svar frá Portsmouth, hann komst inn! Ég er enn að bíða eftir svari frá þeim, greinilegt að jarðfræðideildin er fljótari að svara en mín. En þetta eru samt stórar fréttir, þótt ég komist ekki inn þá ætla ég samt út með Nonna svo þetta þýðir þá líklega að við séum að flytja til Bretlands!!! Núna verð ég líklega að draga andann djúpt og bíða eftir svari. Það eina sem ég hef heyrt er að umsóknin sé komin á réttan stað og þeir ætli að reyna að svara mér sem allra fyrst. Vonandi verður næsti háskóla fréttatími fljótt og þá hef ég fleiri svör!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt! Til hamingju Nonni (já og Díana pínu líka...). Örugglega eins með viðskiptafræðideildir allsstaðar í heiminum, þær eru ekkert rosalega vel skipulagðar og svara því seint ;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta. Hvenær komið þið svo út? Líklegast sama dag og ég flyt aftur heim frá UK, það er líklegt...
en ég vona að þú fáir líka svar sem fyrst og þá jákvætt svar:)

Nafnlaus sagði...

Ég býst við að þú hafir fattað það, en það var ég sem gleymdi að skrifa undir:)

Hulda

Nafnlaus sagði...

vei vei..til hamingju elskurnar! nú bíðum við bara spennt eftir svari frá þinni deild.kannski eru þau bara svona amazed by you að þau geta ekki hætt að lesa umsóknina þína og gefa sér þessvegna ekki tíma í að svara þér. nei djók,langsótt.
kannski er pósturinn bara svona slappur þessa dagana, nennir ekki að senda okkur stelpunum neitt.
...allavega til hamingju með þetta :)
ps: kannski þú hittir prinsinn úti, let´s just hope he doesn´t put his royal hands all over you múhahahahahaha

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta!!! Pant koma í heimsókn :)

Díana sagði...

Takk Takk... Adda þetta hljómaði samt eins og að ég ætti að hitta "prinsinn minn" ekki the le
prince.

Karen Dúa sagði...

Já þetta var eitthvað ruglingslegt. Díana farin að tala um draumaprinsa, eitthvað skrítið..