þriðjudagur, mars 20, 2007

Árshátíðin 2007

Árshátíð Kaupþings var alveg frábær. Það gekk allt upp, meira að segja guð blessaði samkomuna með því að láta Gísla Martein veikjast! Ég sótti kjólin í hádeginum fyrir árshátíðina og hann var alveg geggjaður, fékk flotta förðun og greiðslu. Fyrir partýið var skemmtilega kósý og árshátíðin sjálf alveg 100%. Allir strákarnir héldu varla vatni því það var Aston Martin bíll sem var hægt að pósa við og láta taka af sér myndir. Þar mátti sjá hinar ýmsu James Bond pósur hehe. Skemmtiatriðin voru mjög góð en mér persónulega fannst Stebbi og Eyvi bestir þegar þeir tóku Nínu. Bara allt í allt meiriháttar samkoma.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...og rosalega voruð þið Nonni myndaleg...
Hlakka til að sjá ykkur í lok næsta mánaðar:)

Hulda

Díana sagði...

Æji takk fyrir þetta Hulda mín

Nafnlaus sagði...

Sæt mynd af ykkur :) held samt að það verði að koma fleiri myndir af kjólum fína :)

Nafnlaus sagði...

Maður þorir varla að nota "kolbeinska" túlkun á það Stebbi og Eyvi hafi tekið Nínu.
Samt gott mál að þið tókuð flug þessa helgina... ekki viss um að Björgunarsveit Pjúsarafélagsins hefði verið að störfum eins og helgina á undan ;)

Nafnlaus sagði...

hæbb princess...ég skal senda þér myndir frá árshátíðinni, seimmér bara á hvaða email ;)
kv. litla dýrið

Nafnlaus sagði...

vaaaá rosalega voruði fín:)

kveðja úr borginni heheh
karen
(sem blómstrar eins og blóm í eggi og langar ekki heim, FALLEGA fólkið vinnur í vodaf)

Díana sagði...

Ég vil þakka öllum fyrir að segja mér hvað við vorum sæt! Hehehe
Og Karen þú verður að koma heim, I´m miserable without you!