mánudagur, mars 05, 2007

Besta mynd ársins

Ég horfði á The Departed um helgina og vá ég skil rosalega vel hvers vegna hún fékk óskarinn. Þetta er mynd sem ég mæli með, hún er 2 og hálfur tími og maður tekur ekki einu sinni eftir því. Leonardo er að verða einn af topp leikurunum í Hollywood núna, hann leikur þetta alveg rosalega vel. Svo eru fleiri stórleikarar í myndinni eins og Matt Damon, Jack Nicholson og Mark Wahlberg sem leikur æðislega reiða löggu. Rosalega spennandi mynd með alveg yndislega góðu plotti. Hún fær alveg margar margar stjörnur frá mér.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég rifjaði einmitt upp líka hvar næsta videóleiga væri um helgina, reyndist hún hafa skipt um nafn (eina ferðina enn) og jú þar er enn hægt að fá diska leigða. Ég prófaði Clerks 2 og þótti góð og ætli Departed verði ekki bara næst á lista hjá mér.

Díana sagði...

Clerks 2 er líka alveg frábær, ég er með hana á video flakkaranum og er búin að horfa nokkrum sinnum á hana.

Karen Dúa sagði...

Er á listanum mínum yfir myndir til að horfa á. ..verð að fara að ganga í verkið.

Nafnlaus sagði...

Já sumir eiga ekki svona flakkedíflakkfínerí... en ég á rosalega fínan DVD spilara með USB porti framan á ;)

Nafnlaus sagði...

Þið eruð svo tæknivædd að ég skil ekki hvað þið eruð að tala um...en ég ætla mér samt að legja myndina á næstunni! Er með Sound of Music frá videoleigunni fram á föstudag, og aldrei vita nema maður skelli sér á The Departed eftir það:)

Hulda