þriðjudagur, október 09, 2007

For those who like to know...yes I’m still alive

Já við erum komin til Portsmouth og erum byrjuð að koma okkur fyrir, reyndar er ekki nema hluti af húsgögnunum sem við pöntuðum komin. En vonandi kemur restin í þessari viku, ég er að verða frekar þreytt á því að borða af pappakassa í stað borðs. Okkur líður rosalega vel hérna og erum alveg að fíla þetta í botn. Portsmouth er lítill og skemmtilegur bær með flest öllu sem maður þarf. Ég er meira að segja búin að fara í eina góða innkaupaferð! Skólinn byrjaði í gær af einhverju viti, erum bara búin að vera í kynningartímum fram að því. Ég var alveg komin með nóg af þessu endalausu kynningum og vildi bara fá að skella mér í djúpu laugina og fara að gera eitthvað. Bekkurinn minn er mjög fjölbreyttur og sérstaklega fjölþjóðlegur, við erum með 1 breta, 2 norðmenn, 3 kínverja, 1 indónesabúa, 1 saudi araba, 1 grikkja, 1 frá rúmeníu, 1 frá amman, 1 frakka, 1 tælending, 2 nígeríubúa.Þannig að þegar það kemur að þvi að ræða menningarmun þá höfum við um nóg að tala. En þetta virðist ætla að verða mjög þéttur og samheldinn bekkur. Um leið og ég er komin með internet heim þá mun ég setja inn myndir af íbúðinni svona fyrir þá sem ætla ekki að gera sér ferð til Englands til þess að heimsækja okkur.