þriðjudagur, október 09, 2007

For those who like to know...yes I’m still alive

Já við erum komin til Portsmouth og erum byrjuð að koma okkur fyrir, reyndar er ekki nema hluti af húsgögnunum sem við pöntuðum komin. En vonandi kemur restin í þessari viku, ég er að verða frekar þreytt á því að borða af pappakassa í stað borðs. Okkur líður rosalega vel hérna og erum alveg að fíla þetta í botn. Portsmouth er lítill og skemmtilegur bær með flest öllu sem maður þarf. Ég er meira að segja búin að fara í eina góða innkaupaferð! Skólinn byrjaði í gær af einhverju viti, erum bara búin að vera í kynningartímum fram að því. Ég var alveg komin með nóg af þessu endalausu kynningum og vildi bara fá að skella mér í djúpu laugina og fara að gera eitthvað. Bekkurinn minn er mjög fjölbreyttur og sérstaklega fjölþjóðlegur, við erum með 1 breta, 2 norðmenn, 3 kínverja, 1 indónesabúa, 1 saudi araba, 1 grikkja, 1 frá rúmeníu, 1 frá amman, 1 frakka, 1 tælending, 2 nígeríubúa.Þannig að þegar það kemur að þvi að ræða menningarmun þá höfum við um nóg að tala. En þetta virðist ætla að verða mjög þéttur og samheldinn bekkur. Um leið og ég er komin með internet heim þá mun ég setja inn myndir af íbúðinni svona fyrir þá sem ætla ekki að gera sér ferð til Englands til þess að heimsækja okkur.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra smá frá ykkur. Hlakka til að sjá myndir af íbúðinni og vonandi að maður nái að koma í heimsókn einhvern tíman áður en þið komið heim :) Hvað hef ég langan tíma ??
Gangi ykkur vel í skólanum....

Nafnlaus sagði...

Gaman að fá að kynnast svona fjölbreyttum þjóðum...þarft þá ekkert að fara til þessara landa til að kynna þér menningu þeirra;)

En ég vil sjá myndir sem fyrst þó ég ætli líka að koma í heimsókn :)

Karen Dúa sagði...

Jibbbííí :) ég mæti í heimsókn, það er bara spurning um hvenær sko.

Hlakka annars til að fjarskiptabransinn þarna í bretlandi sjái sér hag í því að tengja internet í íbúðina ykkar.. :)

Nafnlaus sagði...

hahahaha...vont að vera rasisti í þessum bekk

hmmmm..væri svo feitast til í að koma í heimsókn, er ekki MAC búð þarna úti? var annars að gera ritgerð um Benefit merkið í dag og væri alveg til í að testa það.

en vonandi fer bara vel um ykkur í rokkaraíbúðinni, við könnumst við þessa "éta af pappakössum" stemmningu.

knús úr kópavoginum
Adda og Hilmar..nei ég meinti Heiðmar hahaha

Nafnlaus sagði...

hehe! þetta hljómar eins og uppskrift! "Takið tvo breta, einn kínverja, smá salt og 2 kíló hveiti..."
æji kannski er ég bara svona ruglaður en ég allavega hló inní mér.
En hey, Karen búin að segja þér frá lyklaævintýrinu hennar? :)
Vertu nú dugleg að læra heima!

Nafnlaus sagði...

Fara ekki að koma fréttir af ykkur??

Díana sagði...

Hi
Ja vid lifum enn. Eg fekk svor fra British Telecom ad linan inn i ibudina er bilud og their koma a midvikudag til ad laga hana. Tha get eg sott um internet og tha get eg farid ad blogga. Thad er mjog theytandi ad blogga med breksu lyklabordi. En thetta er allt ad gerast.
Diana

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra :) Bíð spennt eftir nýju bloggi frá þér frænka...

Nafnlaus sagði...

Ó hvað maður er farinn að sakna ykkar.
Hlakka til að heyra í ykkur. Svo ef maður kíkir út fáum við okkur nú tea, biscuits and a stroll in the garden

Díana sagði...

Hihi
Ja Villi minn audvita faerdu biscuits and Earl Grey Te! Vid erum ekki nema 1 1/2 tima fra London svo thetta er ekkert rosalegt ferdalag. Bid ad heilsa i straetid.