föstudagur, desember 29, 2006

Komdu með í Gamlárspartý!

Jæja senn líður að gamlárs, ekki förum við að bregða út af venjunni og eins og alltaf býð ég í partý, hjá Karen. Ég vona að það verði góður slatti af fólki sem kemur, síðan verður örugglega haldið niður í bæ á vit ævintýranna! Jess

miðvikudagur, desember 27, 2006

Girls Just Wanna Have Fun!

Annar í jólum. Ég, Karen og Hjalti fórum niður í bæ til að skoða skemmtistaði bæjarins. Kvöldið byrjaði á Karólínu, tvö reykmettuð herbergi full af öllum helstu listaspírum bæjarins. Áður en gengið er inn er best að kíkja í Frúnna og kaupa rétta settið til að vera í. Næst var haldið á Kaffi Ak, töluvert minna reykmettað en svo virðist sem einhverjum starfsmanni hafði láðst að kveikja á loftræstingunni. Þakin í eigin og annarra manna svita staulast maður út á dansgólfið til að kastar til og frá með skrokkunum sem voru þar fyrir. Tónlistin er af hæðstu gæðum, Sálin með slagara eins og Krókurinn það verður varla betra en það. Að lokum var haldið á Amor, tónlistin þar var dulafult lá vanalega er hún nógu há til að æra óstöðuga en ekki í þetta skipti. Það var auðveldlega hægt að setjast niður og spjalla. Vel reykmettað en varð víst töluvert meira þegar á leið eins og má lesa hérna. Líklega skársti kosturinn þetta kvöldið fyrir frekar low key stemmingu. Eru skemmtistaðirnir á Akureyri alveg búnir að syngja sitt síðasta?

fimmtudagur, desember 21, 2006

Hvað er þetta Jólaskap eiginlega

Hvaða eilífa röfl er þetta um jólaskapið. Felstir sem ég umgengst tala um það núna að þeir séu bara ekki komnir í jólaskapið og að það þurfi hitt og þetta til þess að koma þeim í þetta fræga skap! Síðast í gærkvöldi tilkynnti Nonni það að til þess að hann kæmist í jólaskap þurfti að koma ákveðin auglýsing í sjónvarpinu, og viti menn ekki liðu nema nokkar sek þangað til að þessi fór að hljóma. Þetta virðist vera eina árstíðin sem kallar á það að maður sé í einhverju ákveðnu skapi þegar hún kemur, aldrei heyri ég sagt ... iss ég er bara ekki komin í neitt páskaskap! En hvernig er það berum við ekki sjálf ábyrgð á því að koma okkur í eitthvað ákveðið skap, er það búðanna að skreyta, sjónvarpsins að láta réttu myndirnar og auglýsingarnar eða þurfum við bara sjálf að leita inn í okkur eftir þessu yndislega jólaskapi!

miðvikudagur, desember 20, 2006

Pakkar!

Pakkar eru svo rosalega mis spennandi, það eru alltaf nokkrir sem eru í sér hópi. Pakkinn frá mömmu er oftast spennandi, nonna pakki getur verið óútreiknandi. Pakkinn frá vinnunni er mjög skemmtilegur í ár. Ekki jafn stór og í fyrra, ótrúlega þungur miðað við stærð! Ein önnur gjöf sem er alltaf ofarlega á skemmtana-skalanum er pakkinn frá Karen, alltaf flott pakkaður inn, einstakur! Nokkrir pakkar eru komnir í hús í ár, pakkinn frá Ömmu og Afa, það er fallegur vasi sem afi gerði. Pakkinn frá KB banka allur gulli skreyttur, komin með fiðring í fingurnar. Auka pakki frá ömmu mjög skrautlegur. Úff þetta er spennandi!

föstudagur, desember 15, 2006

Jólin koma

Núna hellist jólaskapið yfir mig. Það var jólamatur í hádeginu í bankanum, litlu jólin eru í kvöld. Jólaskrautið mitt er komið upp, meira að segja George Jenson stál englarnir mínir. Ég er búin að kaupa allar jólagjafirnar og pakka öllum inn, nema einni. Búin að velja jóladressið...... Jólin mega bara koma, svona mín vegna. Núna getur maður notið þess að vera til, fer ef til vill á eina opnun í Boxinu, fæ mér kaffi og köku á Bláu Könnunni, aaahhhh og slappa af. Þetta verða góð jól!

þriðjudagur, desember 12, 2006

mánudagur, desember 11, 2006

Home Sweet Home

Þá er maður lentur aftur á Klakanum Það var mjög gaman í Köben. Ég fór og labbaði þetta fræga Strik, frem og tilbage. Heimsótti Tívolíið og verslaði og verslaði alveg þangað til að það kom synjun á kortið! Frábær bankastarfsmaður þetta, fékk synjun á kortið sitt og var að biðja mömmu að bjarga sér. En ég var allavegna ekki sett í skuldafangelsi úti, og gat keypta voða fallega hluti. Ég er að husga um að fá Nonna frænda til að rífa Kaupang og opna Magasin du Nord þar! Ég er svo sannalega ástfangin af þessari búð. Þegar að ég dey vil ég vera grafin þar!

miðvikudagur, desember 06, 2006

Köben Here I Come

Jæja... Eftir sólahring verð ég á vappinu í Kaupmannahöfn. Það er svo merkilegt það eina sem ég veit um Kaupmannahöfn og reyndar Danmörk er það sem maður las í skólabókunum. Ár eftir ár las maður um Tívolíið, Strikið og Bakken. Ætli Íslensku bækur séu svona, fjalli allar um Laugarveginn, Perluna og Fjölskyldugarðinn? En hverju sem það skiptir þá verð ég allavegna Slank og Glad eins og Nonni myndi segja það! Skemmtið ykkur á klakanum á meðan

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

All I Want for Christmas

Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að setja upp tilraunablogg. Þetta er tímabundin tilraun sem verður endurskoðuð snemma á næsta ári. En þar sem jólin nálgast ákvað ég að setja óskalistann minn sem ég var búin að semja inn á þessa nýju síðu.

  1. Teygjur, bók
  2. Endalaus orka, bók
  3. Calvin Klein, náttföt (fást á Glerártorgi)
  4. Ritzenhoff glös, hvítvíns og Pearl
  5. Yoga set, t.d. Savasa Yoga Fitness Kit
  6. Hendrikka Waage, hring og eyrnalokkar

Endilega látið mig vita hvernig ykkur líkar þetta blogg!