fimmtudagur, desember 21, 2006

Hvað er þetta Jólaskap eiginlega

Hvaða eilífa röfl er þetta um jólaskapið. Felstir sem ég umgengst tala um það núna að þeir séu bara ekki komnir í jólaskapið og að það þurfi hitt og þetta til þess að koma þeim í þetta fræga skap! Síðast í gærkvöldi tilkynnti Nonni það að til þess að hann kæmist í jólaskap þurfti að koma ákveðin auglýsing í sjónvarpinu, og viti menn ekki liðu nema nokkar sek þangað til að þessi fór að hljóma. Þetta virðist vera eina árstíðin sem kallar á það að maður sé í einhverju ákveðnu skapi þegar hún kemur, aldrei heyri ég sagt ... iss ég er bara ekki komin í neitt páskaskap! En hvernig er það berum við ekki sjálf ábyrgð á því að koma okkur í eitthvað ákveðið skap, er það búðanna að skreyta, sjónvarpsins að láta réttu myndirnar og auglýsingarnar eða þurfum við bara sjálf að leita inn í okkur eftir þessu yndislega jólaskapi!

9 ummæli:

Karen Dúa sagði...

Og hana nú! gæti ekki verið meira rétt hjá þér. þetta er alveg bara sannleikurinn. maður þarf bara að leita í hjartað :)
Gott blogg!!

Nafnlaus sagði...

Fólk talar samt lika um sumarskap t.d. thegar hlyrabolir og kjólar komast i notkun, eda bara bjartir litir...en reyndar gaeti ég alveg sett spánartónlist á, blandad mér svalandi drykk, farid i kjól og verid i sumarskapi i desember. Svo thetta er liklegast bara rétt hjá thér, madur skapar skapid sitt sjálfur...
H

Karen Dúa sagði...

oh hvað mig langar að sjá Hjalta í kjól.....

Díana sagði...

Jú það gæti vissulega verið gaman, en ég hef það innilega á tilfinningunni að þetta hafi ekki verið Hjalti heldur kannski frekar Helga frænka hehe. Ég allavegna vona það miðað við það sem sagt var.
En talandi um Hjalta í kvennmannsfötum......það er örugglega til mynd af því einhverstaðar!

Karen Dúa sagði...

Kannski var ég bara að tjá mig um hvað mig langaði að sjá Hjalta í kjól. Má maður vera maður sjálfur tuff.

Karen Dúa sagði...

EN, GLEÐILEG JÓLIN :):)

Nafnlaus sagði...

Heyrdu thetta var ég stelpur minar!

kv, Hulda

p.s. En hvad med djamm á morgun??

Sigurður Axel Hannesson sagði...

Gleðileg jól!

rósa sagði...

búin að leita af þessu jólaskapi og var sagt að það fengist líklega í bónus,en ég á erfitt með að finna það sem ég veit ekki HVAR ER, HVERNIG ÞAÐ LÍTUR ÚT og af hverju endilega þetta JÓLA skap ???
ég er oftast í góðu skapi