mánudagur, desember 11, 2006

Home Sweet Home

Þá er maður lentur aftur á Klakanum Það var mjög gaman í Köben. Ég fór og labbaði þetta fræga Strik, frem og tilbage. Heimsótti Tívolíið og verslaði og verslaði alveg þangað til að það kom synjun á kortið! Frábær bankastarfsmaður þetta, fékk synjun á kortið sitt og var að biðja mömmu að bjarga sér. En ég var allavegna ekki sett í skuldafangelsi úti, og gat keypta voða fallega hluti. Ég er að husga um að fá Nonna frænda til að rífa Kaupang og opna Magasin du Nord þar! Ég er svo sannalega ástfangin af þessari búð. Þegar að ég dey vil ég vera grafin þar!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

velkomin heim, spurning hvort að Top Shop verði abbó út í Magasin?

Nafnlaus sagði...

Ég heyrði því líka fleygt að Urban Outfitters væri að blanda sér í toppbaráttuna. Verðskuldað.

Díana sagði...

Nei brói það er topshop inn í Magasín hehehe en við verðum bara að láta UO inn í magasin líka.
Spurning um að þegar Nonni frændi fer á næsta shopping spree að hann kaupi Urban og skelli því þarna inn. Svo var meira að segja íslensk stelpa að afgreiða þarna, ég rabbaði við hana á ensku svo kom allt í einu "ertu ekki íslensk" og ég varð alveg eins og kleina. Við fáum hana bara með í þessum pakka.

Nafnlaus sagði...

Gott að þú skemmtir þér í kóngsins Köben!! en ég er sko sammmála því að hér megi byggja gott moll með góðum fatabúðum á góðu verði;)

Kv, Hulda

Ingibjörg (: sagði...

Gott að fá þig heim (:
Trúi bara ekki að þið hafið farið án mín! Ég hefði svo staðið þér við hlið á strikinu en Glerártorg verður víst bara að duga.
Fer svo að kíkja í heimsókn að sjá árángurinn.
Séþig :*