fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Heimsfrægur á Íslandi

Til hamingju elsku Hjalti minn, þú ert á barmi heimsfrægðar. Þeir sem vita ekkert um hvað málið snýst geta lesið þessa ágæti grein. Ég er reyndar enn svekt yfir því að þú hafðir ekki epli í lógóinu, mér fannst það bara meika mest sens, en í staðinn ertu með lime að utan og appelsínu að innan. Þetta er greinilega einhver ávöxtur sem hefur ekki náð að festast hérna fyrir norðan. Vaxa kannski villtir á trjánum við Bergþórugötuna?? En allavegna þá er ég stolt af þér!

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Krulla

Já þetta er nýjasta sportið, Krulla. Kaupþing setti saman lið til þess að taka þátt í nýliðamóti og köllum við okkur Kapaflingfling! Við prufuðum öll þetta í fyrsta skiptið fyrir tveimur vikum og erum núna næstum orðin pro. Við erum ósigrðuð í mótinu. Reynar varð að dæma okkur sigurinn í fyrsta leiknum þar sem Glitnir mætti ekki til leiks (líklega af ótta). Í gær voru tveir leikir hjá okkur, fyrst unnum við Landsbankann og svo Karólínus. Núna erum við efst í deildinni, en erfiður leikur er framundan. Keppnin klárast á laugardaginn og þá sjáum við hvar við stöndum.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Þjónust er lykilatriði

Það er alveg ótrúlegt hvað þjónusta getur skipt öllu máli, þetta veit maður eftir að vera búin að vinna í svoleiðis vinnu í mörg ár. Maður verður svo rosalega glaður þegar maður fær góða þjónust en jafn ömulega svektur þegar maður fær hana ekki.
Dæmi um góða þjónustu; við hérna í vinnunni sendum Birtu póst og spurðum hvort hún gæti saumað á okkur kjól. Fengum svar strax aftur þar sem hún sagði að það væri bara alveg sjálfsagt og við mættum endilega hringja í hana. Ég varð alveg rosalega ánægð að heyra þetta og er alveg staðráðin í því að versla við hana.
Dæmi um lélega þjónustu, ég hringdi í Abaco áðan til þess að panta mér tíma í Andlitsbað, andlitshreinsun og plokkun og litum. Þetta er pakku upp á 12.000kr en það er ekkert mál því ég á gjafabréf hjá þeim. Þessi meðferð tekur þónokkurn tíma og þessvegna ætlaði ég að fá tíma á laugardegi, enda ekkert sérstaklega gaman að fara í svona dekur og vera svo stressaður við að komast aftur í vinnuna. Ég fékk það svar að þetta væri ekki hægt að gera á laugardegi!! Það er víst svo léleg nýting hjá snyrtifræðingunum þá. Þetta þýðir semsagt fyrir mig að ég get ekki gert það sem mig langaði að gera og ég verð bara virkilega grautfúl. Mig dauðlangaði að fara í þetta fyrir árshátíðina.
Hvað á maður að gera??? Á ég ekki bara að hætta að versla við þetta fyrirtæki og færa mín snyrti-viðskipti annað. Þarna fer ég reglulega í ljós, plokkun og litun, fótsnyrtingu og kaupi oft gjafabréf þarna, ég er viss um að eitthvað annað fyrirtæki vill þessi viðskipti mín. En ég er svo sem ekki alveg búin að gefast upp, ég ætla að halda áfram að reyna að koma mér þarna inn í þetta svo ég geti klárað gjafabréfið mitt. En eitt er víst að ég bið ekki um gjafabréf frá þeim oftar!