miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Þjónust er lykilatriði

Það er alveg ótrúlegt hvað þjónusta getur skipt öllu máli, þetta veit maður eftir að vera búin að vinna í svoleiðis vinnu í mörg ár. Maður verður svo rosalega glaður þegar maður fær góða þjónust en jafn ömulega svektur þegar maður fær hana ekki.
Dæmi um góða þjónustu; við hérna í vinnunni sendum Birtu póst og spurðum hvort hún gæti saumað á okkur kjól. Fengum svar strax aftur þar sem hún sagði að það væri bara alveg sjálfsagt og við mættum endilega hringja í hana. Ég varð alveg rosalega ánægð að heyra þetta og er alveg staðráðin í því að versla við hana.
Dæmi um lélega þjónustu, ég hringdi í Abaco áðan til þess að panta mér tíma í Andlitsbað, andlitshreinsun og plokkun og litum. Þetta er pakku upp á 12.000kr en það er ekkert mál því ég á gjafabréf hjá þeim. Þessi meðferð tekur þónokkurn tíma og þessvegna ætlaði ég að fá tíma á laugardegi, enda ekkert sérstaklega gaman að fara í svona dekur og vera svo stressaður við að komast aftur í vinnuna. Ég fékk það svar að þetta væri ekki hægt að gera á laugardegi!! Það er víst svo léleg nýting hjá snyrtifræðingunum þá. Þetta þýðir semsagt fyrir mig að ég get ekki gert það sem mig langaði að gera og ég verð bara virkilega grautfúl. Mig dauðlangaði að fara í þetta fyrir árshátíðina.
Hvað á maður að gera??? Á ég ekki bara að hætta að versla við þetta fyrirtæki og færa mín snyrti-viðskipti annað. Þarna fer ég reglulega í ljós, plokkun og litun, fótsnyrtingu og kaupi oft gjafabréf þarna, ég er viss um að eitthvað annað fyrirtæki vill þessi viðskipti mín. En ég er svo sem ekki alveg búin að gefast upp, ég ætla að halda áfram að reyna að koma mér þarna inn í þetta svo ég geti klárað gjafabréfið mitt. En eitt er víst að ég bið ekki um gjafabréf frá þeim oftar!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að komast að því að þjónusta hér í bandaríkjunum er ekki mjög góð á snyrtistofum. Ég fór á hárgreiðslustofu og gellan talaði í símann allan tíman, sendi sms og var að plokka á sér augabrúnirnar í staðin fyrir að þrýfa háralitinn sem hún sullaði í andlitið á mér í burtu.
Svo fór ég í neglur og það var sama sagan, gellan var alltaf að tala í síman, hringja og svara símtölum (bæði skiptin eigin gsm símar), senda sms, standa upp til að fá sér kók, laga jakkann sinn sem lá í kuðli og ég veit ekki hvað!!! Ég verð mjög pirruð yfir lélegri þjónustu!
H

Díana sagði...

Já þetta er örugglega rétt hjá þér Hulda, við erum almennt vön mjög góðir og professional þjónustu og setjum mjög háa standarda. Svo fer maður til útlanda og er alveg hissa hvað starfsfólk leyfir sér. Hjá mér í vinnunni má ekki sjást í neitt persónulegt dót, enga gemsa né annað og við eigum ekki að hafa drykkjarföng uppi, svo fer maður til spánar og þar er starfsfólk að tala í gemsann, reykja og drekka meðan það afgreiðir hehe

Nafnlaus sagði...

Annars eru Bandaríkjamenn dálítið öflugir í því (amk svona hjá stærri þjónustuaðilum) að setja ánægju viðskiptavinarins fremst. T.d. skil á vörum, viðgerðir innan ábyrgðar o.s.frv. Hér er þetta alltaf eins og maður sé að plokka peninga úr vasa viðkomandi starfsmanns. En auðvitað er þetta misjafnt milli staða alveg eins og þetta er misjafnt milli manna.

Ég held að fyrirtæki vanmeti þennan þátt gríðarlega. Ég lenti t.d. í vondri þjónustuupplifun hjá Heklu 1999 og af þeirri ástæðu mun ég aldrei á minni ævi eiga bíl frá þeim. Svo hef ég líka verið duglegur við að segja söguna ... svona umtal getur kostað fyrirtæki mjög mikil viðskipti alveg eins og jákvætt umtal getur verið besta auglýsingin.

Nafnlaus sagði...

Hehe, ég þreytist aldrei á því að segja söguna af kvöldinu okkar langa og voðalega á Pizza Hut. Oft í þeirri frásögn gefst tækifæri til að segja "...en ekki nóg með það, ..." þegar fólk fer að hneykslast yfir þjónustunni. Skítuga borðið, mylsnan þurrkuð í kjölturnar á okkur, hnífapörin af gólfinu, endalausa biðin, lygarnar um að pizzurnar séu í ofninum og svo röng pizza... allt á einu kvöldi!

Good times...

Nafnlaus sagði...

Ég á einmitt svona góða sögu um Pizza Hut í Oxford sem ég hef sagt nokkrum sinnum:)

En ég er kannski bara að versla við ódýru aðilana hér í USA og get því ekki krafist betri þjónustu. En mér finnst þjónar á veitingastöðum mun persónulegri en á Íslandi (ekkert neikvætt gagnvart íslenskum þjónum samt elskurnar mínar), en hér stjast þeir jafnvel við borðið meðan þeir taka pöntun, eða segja manni hvað annar viðskiptavinur var erfiður:)

En það er rétt, við viljum góða þjónustu og erum dugleg að segja frá ef hún er ekki góð!

Hulda

Nafnlaus sagði...

Ég var að kíkja á bloggið hjá þér og mátti til með að commenta. En málið er að ef maður fær góða þjónustu og segjir frá því frétta það svona ca. 5-8 manns en ef þú færð slæma þjónustu og segir frá því þá eru líkuranar á að 25 manns, minnir mig ef ekki fleiri frétti það. Fólk vill miklu frekar segja frá því slæma en því góða þannig er það nú bara og það fréttist eins og eldur í sinu. Gott dæmi er karöflumúsarmálið góða í Bónus :)

Díana sagði...

Hehe þetta er alveg rétt, og hvað reyndist það vera. Kartöflur sem duttu á gólfið hehe