miðvikudagur, janúar 31, 2007

Þetta var einhver sá sárasti ósigur sem ég hef upplifað. Ég var komin með dúndrandi hausverk og orðið verulega óglatt, en samt hélt maður áfram og tapa svo í framlengdum leik! Ef við hefðum unnið þennan leik gegn "frændum" okkar dönum hefðum við náð lengra á HM en við höfum nokkurtíman gert. En núna er sá draumur úr sögunni. Ég hélt að hetjan hann Alfreð myndi ná þessu, en það vantaði bara herslu muninn. En þeir mega eiga það að þeir stóðu sig vel strákarnir og börðust alveg fram á síðustu sekúndu. En stundum er það ekki alveg nóg!

fimmtudagur, janúar 25, 2007

A blast from the past

OMG Þetta er rosalegt, var að fletta einhverri síðu þegar ég rakst á þessa mynd. Þetta er mynd af aðalsöguhetjunni í teiknimyndaþáttunum Jem sem fjallaði um stelpna rokksveit sem var að meika það. Þetta var ein af mínum uppáhaldsteiknimyndum og betra en það ég átti tvær dúkkur úr þáttunum þar á meðan þessa sem sést á myndinni. Hún var með fagurbleikt hár í þessum líka flotta bleika kjól með geðveikt belti. Svo átti ég einnig gítarleikarann í hljómsveitinni sem var svört kona með fjólublátt hár í geggjuðum spandex kjól. Þessar dúkkur voru aðeins stærri heldur en Barbie og ekki alveg jafn meðfærilegar en þeim fyldi standur sem var hægt að festa á fæturnar á þeim svo þær stóðu. Ekki var hægt að láta þær performa sitjandi!!! Það besta við þessar dúkkur var að þeim fylgdi kasetta með öllum helstu slögurunum þeirra hehehe. Hvar í ósköpunum ætli ég hafi fengið þessar dúkkur, ég þarf greinileg að ræða þetta við mömmu og kannski fara að grafa í kassana mína og gá hvort ég geti ekki fundið hljómsveitina.

sunnudagur, janúar 21, 2007

Al íslenskar grenjuskjóður

Íslendingur gefur 1. miljarð til góðgerðamála, við erum að tala um 1000. miljónir! Maður myndi halda að fátt annað yrði rætt heldur en þessi góða gjöf, en nei al íslenskar grenjuskjóður eru að væla yfir því að sami maður hélt svo afmælisveislu og fékk Elton John til þess að skemmta. Þá byrja vangavelturnar hvað fékk Elton John mikinn pening, einhverjir segja 70 miljónir ætli það sé ekki sama fíflið og sagði að John Cleese hefði fengið 70 miljónir fyrir Kaupþings auglýsinguna. Hvað kom þar í ljós hehe jú auglýsingin í heild kostaði innan við 18 miljónir. Einhver kelling sagði í Silfri Egils "afhverju gaf hann ekki bara 1 miljaðar og 70 miljónir". Alltaf skal allt gott svert! Þegar einhver sem á pening gefur til góðagerðarstarfsemi þá heyrast alltaf sömu raddirnar með sama vælið... isss hann hefur sko efni á þessu, þetta eru bara smáaurar fyrir hann. Það að vera ríkur á Íslandi virðist vera loose loose. Ef ég verð rík ætla ég að flýja land!

mánudagur, janúar 15, 2007

Sól, sandur og sangría

Það er búið að vera rosalega kalt síðustu tvær vikurnar og hvað gerir maður þá....fer á netið og bókar sér ferð eitthvert langt í burtu, þar sem er sól, sandur og sangría. Já einmitt ég er búin að bóka ferð fyrir mig og Nonna til Lanzarote, núna þarf ég bara að sitja við dagatalið og telja niður. 17. júní förum við út, það er ekki hægt að vera meira þjóðernissinnaður en að fara út á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Hérna fyrir ofan má sjá hótelið sem við ætlum að vera á, aahhhh 5 stjörnu svítu hótel. Það besta við þetta er að ég hef komið þarna áður þannig að ég veit að ég verð ekki fyrir vonbrigðum. Það verður rosalega gaman að fara með hann Nonna minn sem er "beach virgin" til sólarlanda og upplifa þennan yndislega stað með honum.

föstudagur, janúar 12, 2007

Ný uppgötvun!

Ég varð fyrir þeirri skemmtilegur reynslu í gær að uppgötva alveg nýjan hlut. Sá hlutur var enginn annar en útvarpsstöðin Rás 2!!! Já ég veit hún er svo sem ekki beint ný á nálinni en fyrir mér er hún alveg glæný. Svo skemmtilega vildi til að strákarnir á kaffi torgi voru með kveikt á þessari nýju rás allann gærdaginn og ómaði hún því hingað til mín í vinnuna. Þarna var spiluð bara næstum öll mín uppáhaldatónlist, bara mörg góð lög...Í RÖÐ! Þarna mátti heyra Peter, Björn og John með Young Folks, Ski Jumper með Hafdísi Huld, Jack Johnson með hvern slagarann á fætur öðrum. Þetta var alveg frábært ég bara vissi ekki að það væri svona góð tónlist til í útvarpinu. Var þetta eitthvað sem þið vissuð öll en vilduð ekki leyfa mér að vera með í?

fimmtudagur, janúar 11, 2007

A.D. 2006

Ég hef aftur orðið fyrir miklum þrýsting til að fjalla um árið sem var að líða. Er það bara ég eða á þetta við fleiri að muna ekki alveg hvað gerðist á síðasta ári og hvað því þar síðasta. Ég held til dæmis að ég hafi farið til útlanda á síðasta ári en er samt ekki viss. Held að ég hafi í janúar farið til London til þess að fara á Jack Johnson tónleika, ekki miskilja mig þetta var eitthvað sem ég gleymi aldrei, en ég man bara ekki hvort þetta var 2006 eða 2005. Ég man að ég útskrifaðist út háskólanum, varð viðskiptafræðingur og ég man að ég byrjaði í fullri vinnu. Hey jú fór til Köben í desember, já sennilega fór ég þá tvisvar til útlanda á árinu. Það er betra að muna eitthvað svona sem gerist bara árlega eins og ég fór á Airwaves, þetta voru góðir tónleikar sem ég fór á núna í ár. Hugsanlega besta airwaves sem ég hef farið á, maður eyddi ekki öllum stundum í röð. Svo fór ég á mikið djamm með bankanum, það var vorfangaður, haustfagnaður, jólaglögg, jólahlaðborð, þjónustufundur í rvk með eftirminnilegu flugi. Árið endaði svo með yndislegum dögum sem við vinahópurinn eyddum saman, með spilakvöldi og sleepover. Þetta er spurning fyrir mig hvort ég ætti að fjárfesta í dagbók eða bara leyfa þessu að fljóta svona framhjá mér án þess að ég nái að skrá þetta niður.

mánudagur, janúar 01, 2007

Gleðilegt nýtt ár!

Jæja þá er 2007 komið, gamlárs heppnaðist mjög vel hérna hjá okkur. Ég elskaði skaupið, ég fíla svo innilega þennan húmor. Hugleikur og Þorsteinn er greinilega alveg frábær blanda. Einnig sem sannur Kaupþings starfsmaður fannst mér John Cleese auglýsingin alveg frábær og bíð spennt eftir hinum tveimur. Gamlárspartýið var líkt og venjulega hjá Karen og var einstaklega skemmtilegt síðan var haldið niður í bæ. Eitthvað var staðavalið takmarkað og því ákveðið að fara á Kaffi Ak, það var ágætt. Tónlistin var bara mjög þokkaleg og ekkert brjálæðislega mikill troðningur. All and all var þetta bara mjög skemmtilegt kvöld. Þetta verður gott ár!