fimmtudagur, janúar 25, 2007

A blast from the past

OMG Þetta er rosalegt, var að fletta einhverri síðu þegar ég rakst á þessa mynd. Þetta er mynd af aðalsöguhetjunni í teiknimyndaþáttunum Jem sem fjallaði um stelpna rokksveit sem var að meika það. Þetta var ein af mínum uppáhaldsteiknimyndum og betra en það ég átti tvær dúkkur úr þáttunum þar á meðan þessa sem sést á myndinni. Hún var með fagurbleikt hár í þessum líka flotta bleika kjól með geðveikt belti. Svo átti ég einnig gítarleikarann í hljómsveitinni sem var svört kona með fjólublátt hár í geggjuðum spandex kjól. Þessar dúkkur voru aðeins stærri heldur en Barbie og ekki alveg jafn meðfærilegar en þeim fyldi standur sem var hægt að festa á fæturnar á þeim svo þær stóðu. Ekki var hægt að láta þær performa sitjandi!!! Það besta við þessar dúkkur var að þeim fylgdi kasetta með öllum helstu slögurunum þeirra hehehe. Hvar í ósköpunum ætli ég hafi fengið þessar dúkkur, ég þarf greinileg að ræða þetta við mömmu og kannski fara að grafa í kassana mína og gá hvort ég geti ekki fundið hljómsveitina.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrðu aldrei leifðir þú mér að prófa að leika með þessar fínu dúkkur...en kannski vorum við of miklar gelgjur til þess þegar við fórum að hanga saman...En ég mæli með að þú finnir kasettuna!

Hulda

Díana sagði...

Já ég er hrædd um að dúkkuleikir hafi verið out þegar að við kynntumst hehe

Nafnlaus sagði...

Langar þig í meira? Ég rakst á þessa síðu hér: http://www.jemunlimited.com/