mánudagur, janúar 15, 2007

Sól, sandur og sangría

Það er búið að vera rosalega kalt síðustu tvær vikurnar og hvað gerir maður þá....fer á netið og bókar sér ferð eitthvert langt í burtu, þar sem er sól, sandur og sangría. Já einmitt ég er búin að bóka ferð fyrir mig og Nonna til Lanzarote, núna þarf ég bara að sitja við dagatalið og telja niður. 17. júní förum við út, það er ekki hægt að vera meira þjóðernissinnaður en að fara út á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Hérna fyrir ofan má sjá hótelið sem við ætlum að vera á, aahhhh 5 stjörnu svítu hótel. Það besta við þetta er að ég hef komið þarna áður þannig að ég veit að ég verð ekki fyrir vonbrigðum. Það verður rosalega gaman að fara með hann Nonna minn sem er "beach virgin" til sólarlanda og upplifa þennan yndislega stað með honum.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Öfund Öfund hérna megin :)

Nafnlaus sagði...

Ohh hvad ég ovunda ykkur...en thad er vist nóg af sól og sandi i Arizona (bara 11 dagar thangad til ég fer) eda alla vega nóg af sandi...En verdid thid ekki á 5 ára stúdentsafmaelinu thá?

Hulda

Karen Dúa sagði...

dísus ég er ánægð með ykkur :):):)

Díana sagði...

Við eigum flug út 14:15 17 júní. Stúdentsdæmið er hvort sem er allt 16 júní og vikunni á undan því. Þurfum í rauninni ekki að missa af neinu. En mér væri svo sem alveg sama held ég.