miðvikudagur, mars 28, 2007

Háskóla fréttir

Í háskóla fréttum er þetta helst....Nonni er búinn að fá svar frá Portsmouth, hann komst inn! Ég er enn að bíða eftir svari frá þeim, greinilegt að jarðfræðideildin er fljótari að svara en mín. En þetta eru samt stórar fréttir, þótt ég komist ekki inn þá ætla ég samt út með Nonna svo þetta þýðir þá líklega að við séum að flytja til Bretlands!!! Núna verð ég líklega að draga andann djúpt og bíða eftir svari. Það eina sem ég hef heyrt er að umsóknin sé komin á réttan stað og þeir ætli að reyna að svara mér sem allra fyrst. Vonandi verður næsti háskóla fréttatími fljótt og þá hef ég fleiri svör!

þriðjudagur, mars 20, 2007

Árshátíðin 2007

Árshátíð Kaupþings var alveg frábær. Það gekk allt upp, meira að segja guð blessaði samkomuna með því að láta Gísla Martein veikjast! Ég sótti kjólin í hádeginum fyrir árshátíðina og hann var alveg geggjaður, fékk flotta förðun og greiðslu. Fyrir partýið var skemmtilega kósý og árshátíðin sjálf alveg 100%. Allir strákarnir héldu varla vatni því það var Aston Martin bíll sem var hægt að pósa við og láta taka af sér myndir. Þar mátti sjá hinar ýmsu James Bond pósur hehe. Skemmtiatriðin voru mjög góð en mér persónulega fannst Stebbi og Eyvi bestir þegar þeir tóku Nínu. Bara allt í allt meiriháttar samkoma.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Árshátíðir

It's the season! Síðustu helgi var árshátíð Pennans, hún var mjög spes. Frekar local húmor og fólk alveg rosalega mis fínt. Skemmtiatriðin voru rosalega upp og ofan, Herbert kom og tók tvö lög Can't walk away og Hollywood. Hann er rosalega spes og eiginlega bara ekkert fyndinn. Maturinn var þokkalegur en allt er þetta bara upphitun fyrir næstu helgi. Þá er the grand event, árshátíð Kaupþings sem er víst komin í blöðin. Það á að vera Eurovision þema, og sögusagnirnar eru farnar að fljýga hverjir eiga að mæta. Það eina sem er staðfest eru veislustjórarnir Gísli Marteinn og Logi Bergmann Eurovision kynnar. Páll Óskar ætlar að halda uppi stemmingu yfir matnum. Allt þetta á að gerast í Laugardagshöllinni svo verður gist á Hótel Sögu. Ahh ég er bara að verða nokkuð spennt yfir þessu öllu saman. Jájá svona eyðum við öllum gróðanum af vöxtunum ykkar. If you don't like it hættið þá með yfirdráttinn ykkar og grjót haldið kjafti!

mánudagur, mars 05, 2007

Besta mynd ársins

Ég horfði á The Departed um helgina og vá ég skil rosalega vel hvers vegna hún fékk óskarinn. Þetta er mynd sem ég mæli með, hún er 2 og hálfur tími og maður tekur ekki einu sinni eftir því. Leonardo er að verða einn af topp leikurunum í Hollywood núna, hann leikur þetta alveg rosalega vel. Svo eru fleiri stórleikarar í myndinni eins og Matt Damon, Jack Nicholson og Mark Wahlberg sem leikur æðislega reiða löggu. Rosalega spennandi mynd með alveg yndislega góðu plotti. Hún fær alveg margar margar stjörnur frá mér.

föstudagur, mars 02, 2007

Háskólaumsóknir

Úfff þetta er eitthvað sem ég hélt að væri ekkert mál en er farið að reynast mér frekar erfitt. Ég held að þeir sem komast í gegnum allar leiðbeiningarnar til þess að fylla út umsóknir hafi þar með sannað sig og eigi sjálfkrafa að fá inngöngu í skólann. Það þarf að grafa upp háskóla pappírana og það sem reyndist erfiðara var að finna menntaskóla dótið sem þá reyndist bara vera á íslensku. Þá þarf maður að hafa samband við skólann og láta þá þýða þetta fyrir mann. Svo er næsta mál að redda sér meðmælum, tvennum, einum frá kennara og einu frá vinnuveitenda. Allt þarf þetta að vera vottað, stimplað og skráð! En þetta er bara brandari því þá kemur að "personal statement" Hvers vegna ætti ég að læra þetta og hvernig ætla ég að nýta þetta nám í framtíðinni, common hleypið mér bara inn og ég skal segja ykkur það seinna. Svo þegar það er loksins komið að því að skrifa niður hvað það er sem maður vill læra, þá á maður erfitt með að muna það. Ég held að ég eigi eftir að gubba yfir þessu öllu saman!!!