föstudagur, mars 02, 2007

Háskólaumsóknir

Úfff þetta er eitthvað sem ég hélt að væri ekkert mál en er farið að reynast mér frekar erfitt. Ég held að þeir sem komast í gegnum allar leiðbeiningarnar til þess að fylla út umsóknir hafi þar með sannað sig og eigi sjálfkrafa að fá inngöngu í skólann. Það þarf að grafa upp háskóla pappírana og það sem reyndist erfiðara var að finna menntaskóla dótið sem þá reyndist bara vera á íslensku. Þá þarf maður að hafa samband við skólann og láta þá þýða þetta fyrir mann. Svo er næsta mál að redda sér meðmælum, tvennum, einum frá kennara og einu frá vinnuveitenda. Allt þarf þetta að vera vottað, stimplað og skráð! En þetta er bara brandari því þá kemur að "personal statement" Hvers vegna ætti ég að læra þetta og hvernig ætla ég að nýta þetta nám í framtíðinni, common hleypið mér bara inn og ég skal segja ykkur það seinna. Svo þegar það er loksins komið að því að skrifa niður hvað það er sem maður vill læra, þá á maður erfitt með að muna það. Ég held að ég eigi eftir að gubba yfir þessu öllu saman!!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessuð!rakst bara inná síðuna þína eins og fluga úr heiðskíru lofti;)sjáumst í bankanum...kv.Alís

Nafnlaus sagði...

Ojj já mér fannst einmitt umsóknirnar hérna svo ógeðslega leiðinlegar, tók alveg mánuð að komast í gegnum þetta...Mundu bara að senda inn steðfestingu úr stöðluðu enskuprófi í fyrstu tilraun svo þú komist inn og þurfir ekki að byrja upp á nýtt á þessu öllu...því það getur bara verið manni ofviða:)

H

Díana sagði...

Nema hvað ég má ekki senda niðurstöðuna úr Tofel prófinu sjálf, stofnunin verður að gera það hehe. Úfff ég vona að ég geti sent þetta frá mér á morgun!