fimmtudagur, mars 15, 2007

Árshátíðir

It's the season! Síðustu helgi var árshátíð Pennans, hún var mjög spes. Frekar local húmor og fólk alveg rosalega mis fínt. Skemmtiatriðin voru rosalega upp og ofan, Herbert kom og tók tvö lög Can't walk away og Hollywood. Hann er rosalega spes og eiginlega bara ekkert fyndinn. Maturinn var þokkalegur en allt er þetta bara upphitun fyrir næstu helgi. Þá er the grand event, árshátíð Kaupþings sem er víst komin í blöðin. Það á að vera Eurovision þema, og sögusagnirnar eru farnar að fljýga hverjir eiga að mæta. Það eina sem er staðfest eru veislustjórarnir Gísli Marteinn og Logi Bergmann Eurovision kynnar. Páll Óskar ætlar að halda uppi stemmingu yfir matnum. Allt þetta á að gerast í Laugardagshöllinni svo verður gist á Hótel Sögu. Ahh ég er bara að verða nokkuð spennt yfir þessu öllu saman. Jájá svona eyðum við öllum gróðanum af vöxtunum ykkar. If you don't like it hættið þá með yfirdráttinn ykkar og grjót haldið kjafti!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mun Lordi koma og spila ;)?

Annars verði ykkur að góðu þessar 202kr sem ég borgaði í yfirdráttarvexti (fyrir mín einlægu mistök...) á síðasta ári :D

Díana sagði...

Já einhver fjölmiðill var að blaðra því að Lordi myndu koma en maður veit ekki hvað er satt og hvað er logið! Ég fæ einmitt að borða fyrir þínar 202 krónur.

Nafnlaus sagði...

Æi voðalega verðuru svöng ;)Spurning hvort þú verðir að koma við á American Style á eftir.

Nafnlaus sagði...

ég ætlaði líka að biðjast afsökunar, því ég fer aldrei yfir um á kortinu mínu...því miður fyrir þig Díana mín. En ætli það séu ekki nógu margir aðrir sem að geri það til að borga fyrir matinn ykkar:)
Góða skemmtun

Hulda