sunnudagur, júní 01, 2008

Þjóðhátíðardagur Norðmanna, Pompey vinna titilinn, Eurovision og afmælið mitt!

Það er svo sannalega búið að vera mikið að gera síðasta mánuðinn. Þjóðhátíðardagur Norðmanna bar upp á sama dag og Portsmouth spilaði á móti Cardiff um titilinn FA Cup. Okkur var boðið á spænska barinn til að horfa á leikinn þar, svo Norðmenn urðu að sætta sig við spænskt tapas og ítalskan bjór á sínum þjóðhátíðardegi. Pompey vann titilinn og Norðmenn halda enn sjálfstæði sínu...og við skemmtum okkur alveg frábærlega vel. Einsog flestir vita þá er Eurovision eitthvað sem Íslendingar taka sérstaklega alvarlega, hérna aftur á móti segist enginn horfa á keppnina en einhvernvegin vita allir allt um hana. Þykir ofboðslega púkó, til þess að gefa þessu góða landi eitthvað tilbaka ákváðum við Nonni að halda ekta Eurovision partý til þess að sýna Bretunum hvernig á að gera þetta, skammarlaust. Við buðum Anne og Ben, nokkrum bekkjarfélögum Nonna og Skoska barfélaga okkar. Ég og Anne elduðum tapas og stóðum okkur satt best að segja glæsilega. Þegar leið á kvöldið var orðið nokkuð greinilegt að allir vissu meira um keppnina heldur en þeir vildu viðurkenna. (Ég kaus Ísland, fjórum sinnum). Allt í allt gott kvöld og allir skemmtu sér vel. Jájá ég átti víst líka afmæli, en auðvita einsog mér einni er lagið var ég í prófum yfir afmælið mitt, síðasta prófið var þann 28 þannig að afmælinu var frestað um einn dag. Ég vil bara segja takk innilega fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar sem ég fékk. Ég fékk Karen Millen kjól frá Nonna sem var geðveikt flottur, Anne og Ben gáfu mér ofboðslega flottan hring sem skartgripakonan í götunni gerði, aðrir gáfu mér pening sem hefur komið sér mjög vel. Ég hressti ærlega upp á fataskápinn minn sem var orðinn frekar þunglyndislegur og keypti mér sólgleraugu sem hafa komið sér mjög vel hérna í sólskininu. Núna hefst svo vinnan við lokaverkefnið!