sunnudagur, janúar 27, 2008

Próf ...og annað!

Núna er próftíðin byrjuð hjá mér og er ég búin með eitt próf og á bara tvö eftir. Því miður eru erfiðu prófin eftir mér til mikillar gleði. Núna er það eina sem ég get hugsað um að þrauka þessa viku og þá get ég tekið gleði mína á ný. En þótt próftíðin standi sem hæst þá verður maður sem breti að fara á kránna og fá sér drykk með vinum og vandamönnum. Var því stefnan tekin á okkar uppáhaldsstaði á föstudaginn, breskustu krá sem ég hef komið á The Hole in the Wall. Þegar þú opnar hurðina finnurðu ilminn af stöðnuðum bjór sem sullast hefur niður í viðarplankana á gólfinu, þarna eru allir velkomnir og hitti ég einn 18 mánaða fastagest þar þetta kvöld. Það er ávallt freistandi að skella sér á spænska þegar við erum komin í þessa götu og eftir nokkra drykki og því var stefnan auðvita tekin þangað á föstudaginn. Þar mættum við íslenskum saumklúbb sem samanstóð af nokkrum íslenskum konum sem tóku vel á móti okkur og vinum okkar sem reyndu að nota öll þau íslensku orð sem við höfum kennt þeim (mest var „kjaftæði“ notað). Merkileg menning þar sem maður getur farið út og ávallt haft drykk í hendi og aldrei tekið upp veskið! Ég veit ekki hvort það er tengt háu verði á áfengi heima eða skort á herramennsku en þetta ekki eitthvað sem ég hef átt að venjast. Við náðum þrátt fyrir þetta að vera komin tiltölulega snemma heim enda beið okkar mikill lestur morguninn eftir. Í öðrum fréttum er þetta helst, ég og Nonni erum búin að bóka okkur ferð til Parísar yfir páskana. Vorum við mikið að velta fyrir okkur hvort við ættum að fara heim eða ferðast eitthvað annað. Ákvörðunin varð mjög auðveld þegar verðið á miðunum var skoðað, þetta var val um 70 þúsund til þess að fara heim til íslands eða 18 þús að fara til Parísar. Æji ísland má þá bara bíða aðeins lengur.

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Jól og áramót í Portsmouth

Það var snemma ákveðið að prófa jól annarsstaðar en heima á Íslandi. En maður getur ekki sleppt öllu mamma varð að koma og Karen kom líka til okkar á aðfangadag. Jólin voru haldin hér að breskum sið og engir pakkar opnaðir fyrr en á jóladagsmorgun. Í stað hangikjöts og hamborgarahryggs á jóladag heima hjá afa og ömmu var paté, ostar og kampavín. Við Nonni fengum ótrúlega marga pakka senda til okkar með mömmu enda fer hún heim með hálf tóma tösku. Og já, við þökkum kærlega fyrir allar gjafirnar og kortin! Ég komst að því að hefðirnar í kringum jólin eru mér ekki jafn heilagar og hefðirnar í kringum gamlárs, það vantaði rosalega mikið upp á það. Brennuna, flugeldana og gestina! Ég hef tekið þá ákvörðun að þegar ég er orðin stór að halda stóra veislu á gamlárs, það gæti bara verið að þeir yrði boðið. Nýja árið færði okkur fleiri góða gesti, 1 jan komu Hulda og Bobbý í heimsókn, þau gáti því miður aðeins stoppað í 2 daga þar sem þau eru að flytja ..en gang til.. til útlanda. Við náðum þó að fara öll saman út að borða á Rosie‘s Vinyard og sluppum þaðan södd og rík. Þá hefst törnin, próf í lok janúar. Gleðilegt nýtt ár!