sunnudagur, janúar 27, 2008

Próf ...og annað!

Núna er próftíðin byrjuð hjá mér og er ég búin með eitt próf og á bara tvö eftir. Því miður eru erfiðu prófin eftir mér til mikillar gleði. Núna er það eina sem ég get hugsað um að þrauka þessa viku og þá get ég tekið gleði mína á ný. En þótt próftíðin standi sem hæst þá verður maður sem breti að fara á kránna og fá sér drykk með vinum og vandamönnum. Var því stefnan tekin á okkar uppáhaldsstaði á föstudaginn, breskustu krá sem ég hef komið á The Hole in the Wall. Þegar þú opnar hurðina finnurðu ilminn af stöðnuðum bjór sem sullast hefur niður í viðarplankana á gólfinu, þarna eru allir velkomnir og hitti ég einn 18 mánaða fastagest þar þetta kvöld. Það er ávallt freistandi að skella sér á spænska þegar við erum komin í þessa götu og eftir nokkra drykki og því var stefnan auðvita tekin þangað á föstudaginn. Þar mættum við íslenskum saumklúbb sem samanstóð af nokkrum íslenskum konum sem tóku vel á móti okkur og vinum okkar sem reyndu að nota öll þau íslensku orð sem við höfum kennt þeim (mest var „kjaftæði“ notað). Merkileg menning þar sem maður getur farið út og ávallt haft drykk í hendi og aldrei tekið upp veskið! Ég veit ekki hvort það er tengt háu verði á áfengi heima eða skort á herramennsku en þetta ekki eitthvað sem ég hef átt að venjast. Við náðum þrátt fyrir þetta að vera komin tiltölulega snemma heim enda beið okkar mikill lestur morguninn eftir. Í öðrum fréttum er þetta helst, ég og Nonni erum búin að bóka okkur ferð til Parísar yfir páskana. Vorum við mikið að velta fyrir okkur hvort við ættum að fara heim eða ferðast eitthvað annað. Ákvörðunin varð mjög auðveld þegar verðið á miðunum var skoðað, þetta var val um 70 þúsund til þess að fara heim til íslands eða 18 þús að fara til Parísar. Æji ísland má þá bara bíða aðeins lengur.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

eina leiðin til að komast ódýrt til íslands er á degi sem nánast enginn annar færi til íslands. Fljótlega eftir jól eöa páska og í miðri viku er það sem að virkar... :)

En gangi ykkur báðum rosa vel í prófunum. ÉG sendi ykkur allar mínar gáfur:)

Nafnlaus sagði...

Ég keypti mest af sullinu ofan í þig

Díana sagði...

Merkilegt hvað hann Jonathan er skyndilega orðinn flíknur í íslensku ekki vissi ég að hún væri kennd í skoskum skólum!

Karen Dúa sagði...

ísland breytist pottþétt ekkert á meðan þú ert úti!

Díana sagði...

Æji elsku Karen þarft þú alltaf að kaupa eigin drykki heima! Ljóta vesenið komdu bara hingað og ég skal taka þig út hehe.

Karen Dúa sagði...

hehe já hérna er eitthvað minna um drykki í boði, það var frekast að við tvær værum að splæsa hvor á aðra í góðu stuði hahahah