mánudagur, febrúar 11, 2008

Oxford og Bristol

Ferð: frá Portsmouth til Oxford, Oxford til Bristol og Bristol til Portsmouth Ferðakostur: Lest
Ferðalangar: Díana, Nonni, Anne og Bendikt Oxford: fær 3 ½ stjörnu. Frábærlega fallegar byggingar, hæðstu einkunn fær St. Marie Virgin kirkjan. Hægt er að fá að fara upp í kirkjuturninn gegn hóflegri þóknun og er útsýnið þaðan svo sannalega þess virði. Annar staður sem er svo sannalega þess virði að skoða er Christ Church, en það er kirkja og skóli þar sem hluti af Harry Potter myndunum var tekinn upp. Hægt er að skoða matsalinn sem notaður er í myndinni og er það frekar yfirþyrmandi. Það eina sem ég var ekki að fíla við Oxford var nett snobb sem virðist vera þar í gangi, engir gestir velkomnir skiltu voru víða uppi. Iss piss mig langar ekkert að fara þangað þar sem ég er ekki velkomin.Góðir staðir til að borða: Quad, 4 stjörnu veitingastaður sem minnst er á í nýju Michellin guidebókinni. Branca, ítalskur staður með þrusu góðar pizzur og mjög flottar skreytingar.
Bristol: mjög hip og happening staður sem fær 3 stjörnur. Það eru kannski ekki eins margir staðir sem hægt er að skoða eins og í Oxford að vera í Bristol er meira upplifun. Lifandi tónlist á hverju götuhorni. Ekki skemmdi fyrir að sólin skein eins og aldrei áður þessa tvo daga sem við vorum þar. Það er þess virði að klæða sig í gönguskóna og labba upp í hverfi sem heitir Clifton þar eru markaðir og margar skemmtilegar smá búðir. Einnig er fyrsta hengibrúin staðsett þar rétt hjá. Góðir staðir til að borða: Browns, gamalt hús með miklum tröppum sem frábært er að sitja á í sólinni. Einnig mæli ég sérstaklega með frábærum indverskum stað sem heitir Old India.
All and all...frábær ferð

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að ykkur líkaði vel í Oxford. Þetta er næstum því eins og að bjóða einhverjum heim til sín...Ég var búin að tala svo fallega um Oxford, og mæli alltaf með að allir fari þangað, en svo fór ég allt í einu að hugsa um: "Hvað ef þau verða fyrir vonbrigðum??" mér hefði liðið mjög illa yfir því :) svo ég er glöð að ykkur líkaði vel!

næsti staður sem ég mæli með er Köben. En það þarf að gerast áður en ég flyt þaðan;)

Díana sagði...

Hehe já ef okkur hefði ekki líkað bærinn þá hefðum við pottþétt kennt þér um það, hehe. Nei nei þetta var frábær staður og ofboðslega margt hægt að skoða. Köben kemur fljótlega inn í myndina, er ekki alltaf hægt að fara þangað? Sérstaklega þegar maður er komin með vini þar :)

Nafnlaus sagði...

jú það er sko ódýrt flug og frí gisting, svo það gæti ekki verið betra:)

Nafnlaus sagði...

Þetta var mögnuð ferð, vantar bara komment um hvað ég var ótrúlega þolinmóður þegar að Díana vildi fara í búðir. Ég ætti kannski að umorða þetta. Gott að hafa félaga til að fara með á pöbbinn þegar að konurnar fara í "nauðsynlegar" búðir.
Quote (Diana): Ohh þetta er svo sætt, má ég fara inn (með ofursæta hvolpasvipinn Quote(Diana) end.

Karen Dúa sagði...

Hæ,.. :) bara að kvitta!

Nafnlaus sagði...

Hvar eruð þið eiginlega, hvorugt ykkar verið á msn í marga daga, akkúrat þegar ég þarf að tala við annað hvort ykkar og veit ekki heldur mailin ykkar!!

Nafnlaus sagði...

Þú ert klárlega ekki nógu dugleg að blogga frænka! Ég bíð spennt eftir ferðasögunni og myndum frá París :)