fimmtudagur, mars 27, 2008

Paris in the spring

Við Nonni ákváðum að láta langþráðan draum minn rætast og skreppa til Parísar um páskana. Fyrst við búum tiltölulega stutt frá London ákváðum við að reyna nýtt og fara með lestinni frá London til Parísar. Við vorum 4 daga í borg rómantíkarinnar og náðum að skoða allt sem við höfðum ákveðið að skoða áður en við lögðum af stað.
Signa – fyrsta daginn okkar ákváðum við að fara í siglingu niður Signu til þess að átta okkur betur á borginni og sjá hvað það var sem við vildum skoða nánar. Við keyptum miðana og sólin skein, en líkt og á Íslandi þá skipast skjótt veður í lofti og allt í einu byrjaði haglél! Slíkt höfðum við ekki séð síðan á Íslandi og vakti þetta mikla kátínu hjá mér. Siglingin var því ekkert frábær en ágæt til þess að átta sig á borginni.
Eiffel turninn – þegar við komum á staðinn sáum við einhverja þá rosalegustu röð sem við höfum nokkur tíman séð. Sem betur fer gekk röðin mjög hratt og við kynntumst yndislegri norskri fjölskyldu á leiðinni. Ákveðið var að það var allt eða ekkert og því keyptir miðar alla alla leið upp. Útsýnið var frábært og algjörlega þess virði.
Louvre – ég verð bara að segja iss piss, þetta safn fær í mesta lagi 2 og hálfa stjörnu hjá okkur Nonna. Þetta er einn af helstu ferðamannastöðunum í París og ekki einn stafur á ensku, allt á frönsku! Meira að segja lesningarnar um listamennina voru bara á frönsku. Safnið var troðið, hávært og frekar yfirþyrmandi. Við skoðuðum ítölsku og frönsku meistarana, kíktum á Mónu Lísu og Venus. Á rosalega erfitt með að mæla með þessu safni, kannski ef það er nógur tími og þú hefur ekkert annað að gera.
Notre Dame – Stórglæsileg bygging, við ákváðum þó að við nenntum ekki í eina röðina enn til þess að fara inn en skoðuðum kirkjuna að utan. En einnig er frábært að labba um eyjuna sem Notre Dame stendur á í miðri Signu og sömu sögu er að segja um minni eyjuna sem er í göngu færi frá kirkjunni.
Auk þessara stórvirkja skoðuðum við einnig, Sigurbogann, Óperuna, Pompidou safnið, Lúxemborgar og Túlípana garðanna, Champs-Elysées, Pantheon. Allt í allt góð ferð, fínt hótel og við náðum að panta nokkuð góðan mat þrátt fyrir litla sem enga kunnátti í frönsku.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað hét aftur verslunarmiðstöðina sem að við eyddum hálfum degi í??
K

Díana sagði...

Hey gaur, það er þér að kenna að Karen fær ekki afmælisgjöf frá París heldur bara frá gamla súra Englandi!

Nafnlaus sagði...

Það er ekkert annað, þið hafið tekið alvöru túrhest á þetta!
Flottir bjórar líka, vonandi ekki jafn dýr og í DK samt :-)

Karen Dúa sagði...

jess blogg! ég giska á að verslunarmiðstöðin heiti La Defence eða eitthvað í þá áttina.

Nafnlaus sagði...

Jess verð greinilega að biðja oftar um blogg :) en æðislegar myndirnar frá París, verð að fara þangað einhvern tímann.

Bjarni segir að þið séuð rugluð að fíla ekki Louvre, hann var alveg heillaður þegar hann kom frá París og ætlar víst að draga mig þangað þegar við látum drauminn rætast :/

Díana sagði...

Hehe hún heitir LaFayette, er rosalega fallegt hús með allskonar varningi allt frá hátísku til eldhúsáhalda

Díana sagði...

Bjarni er nú frekar klikkaður, okkur fannst Louvre bara fölna við hliðina á geðveiku söfnunum sem eru í London. Jú svo sannalega er húsið geðveikt flott en ég get bara ekki endalaust skoðað klassísk málverk.

Nafnlaus sagði...

Ohh ég dauðöfunda ykkar...ekki það að ég hafi ekki átt góða páska hér í Köben, en langar bara SVO til Parísar, eða bara að ferðast yfirhöfuð!

En ég verð líka að taka undir að ég var ánægð með að það kæmi blogg:)

Hulda

Nafnlaus sagði...

æji hvað eruði eila kjút! smá MIKIL öfund í gangi hér hehe.
sakna þín (ok,og nonna líka) mikið mikið!
heyrði í modern talking um daginn og varð hugsað til þín..hmm I wonder why??
kiss og kram adda

Nafnlaus sagði...

Díana mín, ég treysti á að þú kjósir like crazzzy annað kvöld. Minna en 12 stig frá UK kemur ekki til greina!

Nafnlaus sagði...

I remember that BAND. They were brilliant! Had a huge concert in Oxford right?