Díana

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Íslandsferðin mikla

É g og Nonni fórum heim til Íslands í tvær vikur. Allt í allt frábær ferð, náðum að heimsækja flesta og skemmtum okkur bara mjög vel. Það var sérstaklega gaman að koma aftur heim til Akureyrar. Ég og Karen tókum góðann rúnt sem auðvita felur í sér brynjuís, sund og te og kaffi. Ekki má gleyma að við tókum einnig kvöld rúntinn sem aftur á móti fól í sér Karólínu, Amor og Kaffi Ak. Kaffi sviti svíkur engann, það var heitt, sveitt og ótrúlega einhæf tónlist. Að lokum segi ég bara við þá sem ég hitti, gaman að sjá ykkur og við hina segi ég sjáumst seinna. hitti, gaman að sjá ykkur og við hina segi ég sjáumst seinna.

sunnudagur, júní 01, 2008

Þjóðhátíðardagur Norðmanna, Pompey vinna titilinn, Eurovision og afmælið mitt!

Það er svo sannalega búið að vera mikið að gera síðasta mánuðinn. Þjóðhátíðardagur Norðmanna bar upp á sama dag og Portsmouth spilaði á móti Cardiff um titilinn FA Cup. Okkur var boðið á spænska barinn til að horfa á leikinn þar, svo Norðmenn urðu að sætta sig við spænskt tapas og ítalskan bjór á sínum þjóðhátíðardegi. Pompey vann titilinn og Norðmenn halda enn sjálfstæði sínu...og við skemmtum okkur alveg frábærlega vel. Einsog flestir vita þá er Eurovision eitthvað sem Íslendingar taka sérstaklega alvarlega, hérna aftur á móti segist enginn horfa á keppnina en einhvernvegin vita allir allt um hana. Þykir ofboðslega púkó, til þess að gefa þessu góða landi eitthvað tilbaka ákváðum við Nonni að halda ekta Eurovision partý til þess að sýna Bretunum hvernig á að gera þetta, skammarlaust. Við buðum Anne og Ben, nokkrum bekkjarfélögum Nonna og Skoska barfélaga okkar. Ég og Anne elduðum tapas og stóðum okkur satt best að segja glæsilega. Þegar leið á kvöldið var orðið nokkuð greinilegt að allir vissu meira um keppnina heldur en þeir vildu viðurkenna. (Ég kaus Ísland, fjórum sinnum). Allt í allt gott kvöld og allir skemmtu sér vel. Jájá ég átti víst líka afmæli, en auðvita einsog mér einni er lagið var ég í prófum yfir afmælið mitt, síðasta prófið var þann 28 þannig að afmælinu var frestað um einn dag. Ég vil bara segja takk innilega fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar sem ég fékk. Ég fékk Karen Millen kjól frá Nonna sem var geðveikt flottur, Anne og Ben gáfu mér ofboðslega flottan hring sem skartgripakonan í götunni gerði, aðrir gáfu mér pening sem hefur komið sér mjög vel. Ég hressti ærlega upp á fataskápinn minn sem var orðinn frekar þunglyndislegur og keypti mér sólgleraugu sem hafa komið sér mjög vel hérna í sólskininu. Núna hefst svo vinnan við lokaverkefnið!

fimmtudagur, mars 27, 2008

Paris in the spring

Við Nonni ákváðum að láta langþráðan draum minn rætast og skreppa til Parísar um páskana. Fyrst við búum tiltölulega stutt frá London ákváðum við að reyna nýtt og fara með lestinni frá London til Parísar. Við vorum 4 daga í borg rómantíkarinnar og náðum að skoða allt sem við höfðum ákveðið að skoða áður en við lögðum af stað.
Signa – fyrsta daginn okkar ákváðum við að fara í siglingu niður Signu til þess að átta okkur betur á borginni og sjá hvað það var sem við vildum skoða nánar. Við keyptum miðana og sólin skein, en líkt og á Íslandi þá skipast skjótt veður í lofti og allt í einu byrjaði haglél! Slíkt höfðum við ekki séð síðan á Íslandi og vakti þetta mikla kátínu hjá mér. Siglingin var því ekkert frábær en ágæt til þess að átta sig á borginni.
Eiffel turninn – þegar við komum á staðinn sáum við einhverja þá rosalegustu röð sem við höfum nokkur tíman séð. Sem betur fer gekk röðin mjög hratt og við kynntumst yndislegri norskri fjölskyldu á leiðinni. Ákveðið var að það var allt eða ekkert og því keyptir miðar alla alla leið upp. Útsýnið var frábært og algjörlega þess virði.
Louvre – ég verð bara að segja iss piss, þetta safn fær í mesta lagi 2 og hálfa stjörnu hjá okkur Nonna. Þetta er einn af helstu ferðamannastöðunum í París og ekki einn stafur á ensku, allt á frönsku! Meira að segja lesningarnar um listamennina voru bara á frönsku. Safnið var troðið, hávært og frekar yfirþyrmandi. Við skoðuðum ítölsku og frönsku meistarana, kíktum á Mónu Lísu og Venus. Á rosalega erfitt með að mæla með þessu safni, kannski ef það er nógur tími og þú hefur ekkert annað að gera.
Notre Dame – Stórglæsileg bygging, við ákváðum þó að við nenntum ekki í eina röðina enn til þess að fara inn en skoðuðum kirkjuna að utan. En einnig er frábært að labba um eyjuna sem Notre Dame stendur á í miðri Signu og sömu sögu er að segja um minni eyjuna sem er í göngu færi frá kirkjunni.
Auk þessara stórvirkja skoðuðum við einnig, Sigurbogann, Óperuna, Pompidou safnið, Lúxemborgar og Túlípana garðanna, Champs-Elysées, Pantheon. Allt í allt góð ferð, fínt hótel og við náðum að panta nokkuð góðan mat þrátt fyrir litla sem enga kunnátti í frönsku.

mánudagur, febrúar 11, 2008

Oxford og Bristol

Ferð: frá Portsmouth til Oxford, Oxford til Bristol og Bristol til Portsmouth Ferðakostur: Lest
Ferðalangar: Díana, Nonni, Anne og Bendikt Oxford: fær 3 ½ stjörnu. Frábærlega fallegar byggingar, hæðstu einkunn fær St. Marie Virgin kirkjan. Hægt er að fá að fara upp í kirkjuturninn gegn hóflegri þóknun og er útsýnið þaðan svo sannalega þess virði. Annar staður sem er svo sannalega þess virði að skoða er Christ Church, en það er kirkja og skóli þar sem hluti af Harry Potter myndunum var tekinn upp. Hægt er að skoða matsalinn sem notaður er í myndinni og er það frekar yfirþyrmandi. Það eina sem ég var ekki að fíla við Oxford var nett snobb sem virðist vera þar í gangi, engir gestir velkomnir skiltu voru víða uppi. Iss piss mig langar ekkert að fara þangað þar sem ég er ekki velkomin.Góðir staðir til að borða: Quad, 4 stjörnu veitingastaður sem minnst er á í nýju Michellin guidebókinni. Branca, ítalskur staður með þrusu góðar pizzur og mjög flottar skreytingar.
Bristol: mjög hip og happening staður sem fær 3 stjörnur. Það eru kannski ekki eins margir staðir sem hægt er að skoða eins og í Oxford að vera í Bristol er meira upplifun. Lifandi tónlist á hverju götuhorni. Ekki skemmdi fyrir að sólin skein eins og aldrei áður þessa tvo daga sem við vorum þar. Það er þess virði að klæða sig í gönguskóna og labba upp í hverfi sem heitir Clifton þar eru markaðir og margar skemmtilegar smá búðir. Einnig er fyrsta hengibrúin staðsett þar rétt hjá. Góðir staðir til að borða: Browns, gamalt hús með miklum tröppum sem frábært er að sitja á í sólinni. Einnig mæli ég sérstaklega með frábærum indverskum stað sem heitir Old India.
All and all...frábær ferð

sunnudagur, janúar 27, 2008

Próf ...og annað!

Núna er próftíðin byrjuð hjá mér og er ég búin með eitt próf og á bara tvö eftir. Því miður eru erfiðu prófin eftir mér til mikillar gleði. Núna er það eina sem ég get hugsað um að þrauka þessa viku og þá get ég tekið gleði mína á ný. En þótt próftíðin standi sem hæst þá verður maður sem breti að fara á kránna og fá sér drykk með vinum og vandamönnum. Var því stefnan tekin á okkar uppáhaldsstaði á föstudaginn, breskustu krá sem ég hef komið á The Hole in the Wall. Þegar þú opnar hurðina finnurðu ilminn af stöðnuðum bjór sem sullast hefur niður í viðarplankana á gólfinu, þarna eru allir velkomnir og hitti ég einn 18 mánaða fastagest þar þetta kvöld. Það er ávallt freistandi að skella sér á spænska þegar við erum komin í þessa götu og eftir nokkra drykki og því var stefnan auðvita tekin þangað á föstudaginn. Þar mættum við íslenskum saumklúbb sem samanstóð af nokkrum íslenskum konum sem tóku vel á móti okkur og vinum okkar sem reyndu að nota öll þau íslensku orð sem við höfum kennt þeim (mest var „kjaftæði“ notað). Merkileg menning þar sem maður getur farið út og ávallt haft drykk í hendi og aldrei tekið upp veskið! Ég veit ekki hvort það er tengt háu verði á áfengi heima eða skort á herramennsku en þetta ekki eitthvað sem ég hef átt að venjast. Við náðum þrátt fyrir þetta að vera komin tiltölulega snemma heim enda beið okkar mikill lestur morguninn eftir. Í öðrum fréttum er þetta helst, ég og Nonni erum búin að bóka okkur ferð til Parísar yfir páskana. Vorum við mikið að velta fyrir okkur hvort við ættum að fara heim eða ferðast eitthvað annað. Ákvörðunin varð mjög auðveld þegar verðið á miðunum var skoðað, þetta var val um 70 þúsund til þess að fara heim til íslands eða 18 þús að fara til Parísar. Æji ísland má þá bara bíða aðeins lengur.

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Jól og áramót í Portsmouth

Það var snemma ákveðið að prófa jól annarsstaðar en heima á Íslandi. En maður getur ekki sleppt öllu mamma varð að koma og Karen kom líka til okkar á aðfangadag. Jólin voru haldin hér að breskum sið og engir pakkar opnaðir fyrr en á jóladagsmorgun. Í stað hangikjöts og hamborgarahryggs á jóladag heima hjá afa og ömmu var paté, ostar og kampavín. Við Nonni fengum ótrúlega marga pakka senda til okkar með mömmu enda fer hún heim með hálf tóma tösku. Og já, við þökkum kærlega fyrir allar gjafirnar og kortin! Ég komst að því að hefðirnar í kringum jólin eru mér ekki jafn heilagar og hefðirnar í kringum gamlárs, það vantaði rosalega mikið upp á það. Brennuna, flugeldana og gestina! Ég hef tekið þá ákvörðun að þegar ég er orðin stór að halda stóra veislu á gamlárs, það gæti bara verið að þeir yrði boðið. Nýja árið færði okkur fleiri góða gesti, 1 jan komu Hulda og Bobbý í heimsókn, þau gáti því miður aðeins stoppað í 2 daga þar sem þau eru að flytja ..en gang til.. til útlanda. Við náðum þó að fara öll saman út að borða á Rosie‘s Vinyard og sluppum þaðan södd og rík. Þá hefst törnin, próf í lok janúar. Gleðilegt nýtt ár!

mánudagur, desember 03, 2007

London

Síðustu helgi fórum við Nonni til London til þess að hitta gamla vinnufélaga hans Nonna, þá Gumma og Bigga og konurnar þeirra. Við gistum á hóteli í Bayswater nálægt Notting Hill, þegar við mætum á hótelið er okkur tilkynnt að herbergið okkur hafi verið upgradað og fengum við því svítu sem var flottasta herbergið á hótelinu! Herbergið var á tveimur hæðum með stofu og tveimur sjónvörpum.Á föstudagskvöldinu fórum við á We will rock you, queen show-ið, það var rosalega skemmtilegt. Við vorum öll svo hátt uppi þegar því var lokið að það var ekki sjens að við færum að sofa og fórum því að Sohóast. Við fundum okkur nokkra klassíska breska pödda og enduðum svo á Cheers, ávallt klassískur.Á laugardaginn fórum við svo a Portobello Road á markaðinn. Þar var hægt að fá allt frá notuðum gasgrímum til Louis Vuitton töskum. Það var ótrúlegt að sjá hvað það var rosalegur fjöldi á markaðnum þennan laugardag. London er svo sannalega komin í jólafötin og var nokkuð greinilegt að ég þyrfti að gera eina ferð þangað aftur fyrir jól. Í öðrum fréttum er þetta helst, við erum komin með Sky tv og getum því eytt öllum okkar stundum fyrir framan sjónvarpið ef okkur dytti það í hug. En þetta þýðir að fyrir lok þessarar viku ættum við að vera komin með net heima og getum því leyft nágrannanum að eiga netið sitt í friði!