miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Íslandsferðin mikla

É g og Nonni fórum heim til Íslands í tvær vikur. Allt í allt frábær ferð, náðum að heimsækja flesta og skemmtum okkur bara mjög vel. Það var sérstaklega gaman að koma aftur heim til Akureyrar. Ég og Karen tókum góðann rúnt sem auðvita felur í sér brynjuís, sund og te og kaffi. Ekki má gleyma að við tókum einnig kvöld rúntinn sem aftur á móti fól í sér Karólínu, Amor og Kaffi Ak. Kaffi sviti svíkur engann, það var heitt, sveitt og ótrúlega einhæf tónlist. Að lokum segi ég bara við þá sem ég hitti, gaman að sjá ykkur og við hina segi ég sjáumst seinna. hitti, gaman að sjá ykkur og við hina segi ég sjáumst seinna.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært að ná að hitta ykkur aðeins, hlakka síðan til að sjá ykkur um jólin :)

Treysti líka á að þið verðið duglegri að blogga núna fram að jólum en þið hafið verið hingað til!

Karen Dúa sagði...

Það var svo frábært að fá ykkur heim og koma í heimsókn til ykkar. Takk fyrir mig!!