mánudagur, desember 03, 2007

London

Síðustu helgi fórum við Nonni til London til þess að hitta gamla vinnufélaga hans Nonna, þá Gumma og Bigga og konurnar þeirra. Við gistum á hóteli í Bayswater nálægt Notting Hill, þegar við mætum á hótelið er okkur tilkynnt að herbergið okkur hafi verið upgradað og fengum við því svítu sem var flottasta herbergið á hótelinu! Herbergið var á tveimur hæðum með stofu og tveimur sjónvörpum.Á föstudagskvöldinu fórum við á We will rock you, queen show-ið, það var rosalega skemmtilegt. Við vorum öll svo hátt uppi þegar því var lokið að það var ekki sjens að við færum að sofa og fórum því að Sohóast. Við fundum okkur nokkra klassíska breska pödda og enduðum svo á Cheers, ávallt klassískur.Á laugardaginn fórum við svo a Portobello Road á markaðinn. Þar var hægt að fá allt frá notuðum gasgrímum til Louis Vuitton töskum. Það var ótrúlegt að sjá hvað það var rosalegur fjöldi á markaðnum þennan laugardag. London er svo sannalega komin í jólafötin og var nokkuð greinilegt að ég þyrfti að gera eina ferð þangað aftur fyrir jól. Í öðrum fréttum er þetta helst, við erum komin með Sky tv og getum því eytt öllum okkar stundum fyrir framan sjónvarpið ef okkur dytti það í hug. En þetta þýðir að fyrir lok þessarar viku ættum við að vera komin með net heima og getum því leyft nágrannanum að eiga netið sitt í friði!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heppni er þetta á ykkur. Tvær hæðir, það er lúxus. Ég þarf að fara heyra í ykkur.
Bið að heilsa þangað til

Kveðjur úr Hafnarstrætinu

Nafnlaus sagði...

heppni hjá ykkur! Bjóst frekar við að það væri tvíbókað og þeir hefðu fundið annað hótel handa ykkur í staðinn:)
En við stefnum á England í byrjun jan og ætlum að kíkja á ykkur þó það verði líklega stutt stopp!