fimmtudagur, janúar 11, 2007

A.D. 2006

Ég hef aftur orðið fyrir miklum þrýsting til að fjalla um árið sem var að líða. Er það bara ég eða á þetta við fleiri að muna ekki alveg hvað gerðist á síðasta ári og hvað því þar síðasta. Ég held til dæmis að ég hafi farið til útlanda á síðasta ári en er samt ekki viss. Held að ég hafi í janúar farið til London til þess að fara á Jack Johnson tónleika, ekki miskilja mig þetta var eitthvað sem ég gleymi aldrei, en ég man bara ekki hvort þetta var 2006 eða 2005. Ég man að ég útskrifaðist út háskólanum, varð viðskiptafræðingur og ég man að ég byrjaði í fullri vinnu. Hey jú fór til Köben í desember, já sennilega fór ég þá tvisvar til útlanda á árinu. Það er betra að muna eitthvað svona sem gerist bara árlega eins og ég fór á Airwaves, þetta voru góðir tónleikar sem ég fór á núna í ár. Hugsanlega besta airwaves sem ég hef farið á, maður eyddi ekki öllum stundum í röð. Svo fór ég á mikið djamm með bankanum, það var vorfangaður, haustfagnaður, jólaglögg, jólahlaðborð, þjónustufundur í rvk með eftirminnilegu flugi. Árið endaði svo með yndislegum dögum sem við vinahópurinn eyddum saman, með spilakvöldi og sleepover. Þetta er spurning fyrir mig hvort ég ætti að fjárfesta í dagbók eða bara leyfa þessu að fljóta svona framhjá mér án þess að ég nái að skrá þetta niður.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja, ef þú ert dugleg að blogga allt árið er hægt að fletta upp í því. Annars hef ég ekki nennt að búa til annál ársins 2006, þó ég hafi bloggað.

Nafnlaus sagði...

Þetta er náttúrulega bara aldurinn sem er að hellast yfir þig ;)

Karen Dúa sagði...

sko ég verð að viðurkenna að ég las yfir blogg síðustu árs áður en ég skrifaði minn pistil... auðveldara þannig.

ánægð með þetta!!

Nafnlaus sagði...

Ég get sagt þér að þú fórst á Jack Johnson árið 2006, því við vorum flutt út og vorum einmitt að öfundast út í ykkur að vera á tónleikunum:)
En góð upprifjun á árinu, það mikilvægasta kemur fram:)

Kv, Hulda

Díana sagði...

Takk brói, já þetta er sennilega aldurinn en það besta við minn aldur er að þú verður alltaf 5 árum eldri. Blogg er alveg örugglega leiðin til þess að skrá þetta, ég myndi ekki vilja leggja á minnið í hvaða mánuði ég sá einhverja ákveðna mynd eins og sumir.
Takk Hulda það er gott að vita að einhver er að fylgjast með manni :)