miðvikudagur, desember 27, 2006

Girls Just Wanna Have Fun!

Annar í jólum. Ég, Karen og Hjalti fórum niður í bæ til að skoða skemmtistaði bæjarins. Kvöldið byrjaði á Karólínu, tvö reykmettuð herbergi full af öllum helstu listaspírum bæjarins. Áður en gengið er inn er best að kíkja í Frúnna og kaupa rétta settið til að vera í. Næst var haldið á Kaffi Ak, töluvert minna reykmettað en svo virðist sem einhverjum starfsmanni hafði láðst að kveikja á loftræstingunni. Þakin í eigin og annarra manna svita staulast maður út á dansgólfið til að kastar til og frá með skrokkunum sem voru þar fyrir. Tónlistin er af hæðstu gæðum, Sálin með slagara eins og Krókurinn það verður varla betra en það. Að lokum var haldið á Amor, tónlistin þar var dulafult lá vanalega er hún nógu há til að æra óstöðuga en ekki í þetta skipti. Það var auðveldlega hægt að setjast niður og spjalla. Vel reykmettað en varð víst töluvert meira þegar á leið eins og má lesa hérna. Líklega skársti kosturinn þetta kvöldið fyrir frekar low key stemmingu. Eru skemmtistaðirnir á Akureyri alveg búnir að syngja sitt síðasta?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að þið skilduð bjóða mér með!

Hulda