sunnudagur, ágúst 05, 2007

Apartment hunting!

I think I need to get myself some "apartment pants" Ég er á útopnu að reyna að finna stað til að búa á í Portsmouth. Ég get verið fáranlega picky og get ekki hugsað mér að búa hvar sem er. Ég var að skoða íbúðir sem eru leigðar með húsgögnum en var ekki sérstaklega hrifin. Gamlir brúnir ógeðslegir sófar eru ekki að heilla mig, sömu sögu má segja um gólfteppi. Af hverju eru gólfteppi svona algeng í Bretlandi, hvernig datt þeim þetta í hug. Ég er búin að finna nokkrar íbúðir sem ég gæti alveg hugsað mér að búa í og tvær þeirra eru svo flottar að mig langar að eiga þær. Ég sendi inn fyrirspurn um þær tvær og verður gaman að heyra hvað þeir segja.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ó Elsku Díana mín, gólfteppi eru nauðsynleg í breskum húsum. Á veturnar er svo kalt að þau herbergi sem ekki hafa gólfteppi eru ónothæf og þú stoppar þar eins stutt og þú getur! Ég elda í skóm og borða inni í herbergi...fer í skóm að sturtunni svo ég fái ekki kul sár á fæturnar af flísunum á gólfinu!
Húsin hér eru svo illa einangruð að ofnarnir hér gerði sama sem ekkert gagn og ég keypti mér hitablásara í vetur!!
Ég get lánað þér hann fram í desember ef þú vilt ;)

Díana sagði...

Ég skal frekar ganga í einangrunar skóm heldur en á svona ógeðslegu teppi!!!
Mér er sama hvað þú segir ég neita að trúa að þetta sé svona slæmt hehehe
Kannski dey ég bara úr kulda, það gæti alveg gerst.

Nafnlaus sagði...

Já það gæti sko alveg gerst!! Ég var ekki langt frá því að deyja í vetur...en þú hefur alla vega Nonna hjá þér til að hlýja þér!